Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 29

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 29
IÐUNN Um þrifnað á Islandi. 323 úr að bæta, að það, sem komið hefir í stað gamla sniðs- ins, er fálm eitt, í klæðaburði sem á flestum öðrum svið- um. Sjást t. d. óvíða í löndum jafn-óbjörgulega klæddir verkamenn og á Islandi. Verður ekki hjá því komist að láta nokkur orð falla í þessu sambandi um klæðaburð verkamanna frá sjónarmiði fagurfræðinnar. Stílfesta eða stílleysi hinna yfri fyrirbrigða er nefnilega ólýgnastur vottur um styrkleik eða veikleik þeirrar lífsvitundar, sem er að baki. Þannig er ræfilslegur útgangur manna, er þeir eru að starfi, vottur skeytingarleysis og skorts á virðingu fyrir gildi starfsins, vottur trúleysis á köllun hinnar vinnandi handar, — ósamræmið og ófrýnileikinn í ytri háttum vottur þess, að einstaklingurinn er hat- ursmaður síns eigin starfs. Maður, sem hinsvegar hefir virðingu og trú á starfi sínu og stétt, hefir þegar sam- einaða í sál sinni eiginleika þá, sem til þurfa að skapa samræmisbundið snið í hinu ytra. Þannig er stíll hins starfandi verkamanns, þegar hann er að vinnu, æfinlega fagurfræðilegt tákn, — form, sem skýrir frá samræmis- auði ákveðins sálarlífs. Góður verkamaður, hvert starf sem hann stundar, er aldrei glæsilegri en að starfi sínu. Vélasmiðurinn í þykkum, útmökuðum overall ufan yfir leðurúlpu og dökkköflóttri skyrtu, með þrönga kollhúfu og hendurnar kámaðar í vélafeiti er miklu glæsilegri mynd og sterkara stílfyrirbrigði að starfi sínu, en á sunnudögum, þegar hann hefir dubbað sig upp í snið- laus spariföt, með hálstau sem situr illa og sunnudags- skó keypta á útsölu. Eitt af því fyrsta, sem maður hlýt- ur að taka eftir í Vesturheimi er það, hve vel hinar vinnandi stéttir eru klæddar. Föt verkamanna eru með ákveðnu og þokkalegu sniði, í senn vönduð og prýði- lega samin að þörfum vinnunnar, og verkamaðurinn ber sig eins og hann sé sér meðvitandi um þýðingu sína.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.