Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 30
324
Um þrifnað á íslandi.
IÐUNN
Mjög skiftir í annað horn um snið íslenzkra verkamanna.
Er klæðnaður þeirra tíðum áþekkari tötrum ölmusumanna,
flakkara eða galeiðuþræla en frjálsra manna, — sín
druslan úr hverri áttinni, ýmist rifnar eða fáránlega stag-
aðar, sniðlausar, haldlausar og skjóllausar. Er ekki sjald-
gæft að sjá íslenzka alþýðumenn þannig klædda við
vinnu sína, að útgangurinn minnir fremur á skrípatrúð
á fjölleikahúsi eða fuglahræðu en frjálsborna sonu hinn-
ar horsku framleiðslustéttar. Heldur verður ekki um of
átalin sú óhæfa, að þeir ganga ókliptir og illa rakaðir.
Gefur þetta afkáralega útlit lélegan vitnisburð um hið
innra samræmi.
En snúum nú aftur af þessu fagurfræðilega hliðar-
spori og víkjum á ný að heilbrigðishlið íslenzks klæða-
burðar. En um klæðaburðinn gegnir sama máli og flest
annað, þar sem stofna skal til umbóta, að mestu varðar
að vaktar séu harðari kröfur. Ef siðferðisvitund manna
hefir vaknað til þess aðals að fordæma kvefpestina og
kuldabaslið, þá er leiðin þegar opnuð til bóta. Hér er
frumskilyrði mikið að hafa hugfast hið glæpsamlega í
því að vera fátækur, atriði, sem ég hefi lagt út mjög
skilmerkilega í ritgerð einni í þessum flokki, enn óprent-
aðri.
Verkamenn, sem stunda atvinnu úti að vetrarlagi eiga
t. d. að klæðast hlýjum ullarnærfötum og silkinærfötum
innan undir, eins og veiðimenn gera í Alaska og Norður-
Kanada á vetrum. Vindheldar leðurtreyjur eru meðmæla-
verðar í þurrakuldum, en brezkir skotgrafafrakkar (treuch
coats) nauðsynlegir í regni og krapahríðum. Ennfremur
er nauðsynlegt, að menn, sem hafa útistöður að vetrar-
lagi, bæði til sjávar og sveita, klæðist vönduðum loðfeld-
um. Sterkur og þolgóður skófatnaður er óvíða mikils-
verðara atriði en á íslandi, og hefir trassaskapur í fóta-