Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 31
IÐUNN
Um þrifnað á Islandi.
325
búnaði orðið mörgum íslendingi að fjörlesti, engu síður
en ófullkominn útbúnaður á sjó og óvarkárar sjóferðir.
Eru íslenzku skórnir hin glannalegustu verkfæri í aug-
um manna, sem nokkurs meta heilsu sína. Togleðurs-
skórnir, sem nú er verið að pranga inn á verkamenn,
er sízt betri, þar sem þeir byrgja inni alla útgufun frá
fætinum og valda því ekki síður óhollustu en óvatns-
heldur skófatnaður. Lipur, háleggjuð hermannastígvél
brezk eru vafalaust einna meðmælaverðastur skófatnaður
íslenzkum verkamönnum til sjávar og sveita. Gæti þannig
íslenzk »sveitamenning« dregið þarfan lærdóm af hern-
aðarvísindum Breta, og sannast hér hið fornkveðna, að
fátt er svo ilt, að einugi dugi. Það er hjátrú ein, sem
oft heyrist flutt í sveitum, að hnéhár leðurskófatnaður sé
óhæfur í íslenzkum fjöllum að vetrarlagi. Ég hefi sjálfur
notað slíkan skófatnað um hávetur á skíðaferð yfir öræfi
Norð-Austurlandsins og gafst prýðilega.
6. Djóðmenningarlegt hneyksli.
Síðan ég fór að tala, hefi ég oftlega á það minst og
sjaldan ógrátandi, hve húsakynni íslenzkrar alþýðu væri
svívirðileg. Þau hafa sér ekkert til málsbóta frá neinum
sjónarmiðum, — stíllaus að utan og innan, skjóllaus, köld,
saggasöm, sóðaleg, þægindalaus, húsgagnalaus eða verri
en húsgagnalaus. Maður, sem hefir hjartað á réttum stað,
hlýtur að fá aðkenningu af angina við að litast um á
íslenzku meðalheimili innan alþýðustéttar, — einkum ef
hann hefir séð, hve miklu ágætari híbýlakostur er i öðr-
um löndum, þar sem annars er til sæmilega siðuð fjórða
stétt. Menn, sem heima eru aldir, eiga hinsvegar erfitt
með að sjá, nema í spegli og ráðgátu, dýptir þeirrar
spillingar og andstygðar, sem lýsir sér í íslenzkri fátækt