Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 32
326
Um þrifnað á íslandi.
IÐUNN
og ljósast þemur fram í híbýlatilhögun manna, sem er jafn-
gersneydd fegurðartilfinningu og þokka eins og að hirðu
og hagsýni. I íslenzkri kaupstaðarþurrabúð eða koti til
sveita með einföldum veggjum úr ófægðri steinsteypu,
blæjulausum gluggum og bláum krökkum, organdi kring-
um prímusinn, hefi ég séð hið hæsta stig allra menning-
arlegra báginda, að austurhluta Lundúnaborgar ekki
undanskildum, né fátækrahverfinu í Napoli. Eg dvel ekki
að þessu sinni um of við hlutkendar útmálanir á ástand-
inu, en vísa til ritgerða minna: Af íslenzku menningar-
ástandi (Vörður 1925), Ferðasaga að austan (Vörður
1926) og Raflýsing sveitanna (Alþýðublaðið 1927). Hér
læt ég mér nægja það eitt að fullyrða, að híbýlakostur
íslenzkrar alþýðu er til óguðlegrar skammar þessum
blessuðum »Islands þúsund árum«, sem mest er sungið
um (undir Iagi, sem allir springa á, að vísu) og að vér
stöndum hér gagnvart sannkölluðu þjóðmenningarlegu
hneyksli.
Islenzki torfbærinn forni var menningartákn frumþjóð-
ar, — hann var afsprengi ósnortinnar sveitasálar, er sem-
ur hætti sína af ósjálfráðri, upprunalegri nauðsyn og í
einskonar urtrænum (pflanzenhaft) dvala að skilyrðum
landslagsins. En óljósir draumar um öflun hámenningar-
legra nauðsynja hafa kastað þjóðinni út í hið fálmandi
ástand nútíma stílleysis. Hin eina huggun í þessum
formbágindum er sú staðreynd, að þjóðin er nú á
gelgjuskeiði. Ríkinu ber sú skylda að ljá hinni fálmandi
framsóknarþrá alþýðunnar skynjandi auga og leiðandi
hönd. Hér kemur enn til greina krafan um vísindalega
sjálni í stjórnarsætum landsins, og stendur það enn ó-
haggað, sem ]ónas kvað, að vísindaleg sjálni í hand-
leiðslu þjóðmálanna skapar ein grundvöllinn til allrar
velferðar.