Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 34
328
Um þrifnað á fslandi.
IÐUNN
opinbera kappkostar að leggja sem flest þroskameðöl í
hendur innflytjendanna. Karlarnir, sem pína fram lífið á
útkjálkum og í harðindasveitum, taka sig þá upp með
kerlur sínar, og í stað þess að fara til Ameríku, flytja
þeir nú austur í Flóa, sem er ólíku byggilegra land en
Manitoba og Saskatchewan. Að vísu segir dr. Sig. Nor-
dal að fólkið sé »yfirleitt kjarnbezt við fjöllin«, en í
orðskviðum af þessu tagi er sjaldan mikil hæfa, og mun
víst fáum sýnast fólkið kjarnbetra á Austfjörðum en t. d.
í Reykjavík, þótt eystra gangi fjöllin alveg niður í sjó.
Og allir, sem lesið hafa Mark Twain, vita, hvílíkir aular
búa í Kentucky, sem annars er þó eins fjöllótt og langt
frá sjó og hægt er að krefjast með nokkurri sanngirni,
— svo að ég svari vitleysu með vitleysu.
Enn heyri ég, að í ráði sé að reisa fullkomna verka-
mannabústaði í Reykjavík með atbeina hins opinbera, og
er þetta gleðilegur vottur um vaxandi sjálni á hluti, sem
varða félagslega velferð. Vona ég, að þegar til fram-
kvæmda kemur á þessum þjóðheillamálum, hagi menn
sér eftir hagnýtustu amerískum fyrirmyndum um öll verk-
fræðisleg atriði (teknisk), því hvergi hefir híbýlalist náð
jafnháu marki í tækni og hagsýni eins og hér. Um al-
menn skipulagsatriði er ráð að leita fremur hliðsjónar í
löndum, sem lengra eru komin í þjóðnýtingu en Vestur-
heimur, en um stílræn efni veit ég aðeins einn stað,
þangað sem hægt sé að sækja fyrirmyndir, samboðnar
íslenzku landslagi og þjóðareðli, en sá staður er brjóstið
á Einari jónssyni. Hafa mér þótt einna merkilegastar
íslenzkar hugmyndir í byggingarlist, sem runnar eru frá
hans brjósti, þótt ekki séu nema fáein uppköst, og trúað
gæti ég, að ef þær hugmyndir væru virkjaðar í sam-
vinnu við gáfaða, hagsýna og smekkvísa iðnaðarmenn,
þá væri grundvöllur lagður til íslenskrar framtíðar í