Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 42
336
Ofurmennið.
ÍÐUNN
eldspýtnastokk og skoða hann í krók og kring með
undrunar- og fýlusvip á andlitinu.
En hann var engu síður merkilegur í orðum en
athöfnum. Við miðdegisborðið tók hann engan þátt í því
lágsiglda dægurhjali, er þar var haft um hönd, og væri
hann spurður um eitthvað, sem sjaldan kom fyrir, svaraði
hann venjulega alt öðru en því, sem um hafði verið
spurt. En stundum kom það fyrir, að af vörum hans
streymdu orð, sem þeim er á hlýddu þótti bera vitni um
djúpa speki. Að vísu hætti honum til að klæða sínar
djúpu hugsanir í svo fjarstæðukendan búning, að grunn-
hygnum mönnum veitti örðugt að fylgjast með. En þetta
varð á engan hátt til að draga úr áliti hans; síður en
svo. Það orð lék á, að Theodór væri lærður maður og
spakvitur, en lítt við alþýðu skap.
Theodór hafði mikið yndi af að lesa rit Friedrich
Nietzsche’s og margar af meginkenningum þessa höfundar
voru eins og talaðar út úr hans eigin hjarta, að því er
honum fanst. Hann vitnaði oft í Nietzsche, þegar andinn
var yfir honum, og vér verðum því miður að kannast
við það, að vor ungi vinur ól í brjósti óheillavænlega
aðdáun á þessum guðlausa heimspekingi og kenningum
hans.
Aðdáunin var þó engan veginn blind. Komið hafði
það fyrir, að menn höfðu heyrt hann deila á Nietzsche
<?g tæta sundur ögn fyrir ögn sum af spakmælum
meistarans. Höfðu menn í þau skifti verið undrun lostnir
yfir rökfimi Theodórs og hvassleik í hugsun.
I lífsskoðun var Theodór annars alger bölsýnismaður.
Oft talaði hann með nístandi fyrirlitningu í rómnum um
fávíslega glaðværð mannanna, um tómleik lífsins, um
fánýti og hverfleik þeirra nautna, er heimurinn hefir
að bjóða.