Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 44
338
Ofurmennið.
IÐUNN
og kysti hana. Til allrar hamingju hitti hann þó ekki á
munninn, heldur á hárkambinn í hnakkanum.
Stúlkan leit forviða á hann — sem snöggvast. Svo
rak hún honum rokna löðrung og að því búnu snaraðist
hún út.
Theodór var aftur einn í herberginu. — Gleymdu
ekki svipunni!
Um tíma hugsaði Theodór mikið um sjálfsmorð. Lífs-
viljinn vann þó að lokum sigur á þeirri freistingu. Og
heimspekin reyndist honum enn sem fyr athvarf og
skjól. Hún studdi hann í sálarstríði.nu og sigraði hinar
lægri ástríður. Þannig leit hann á málið sjálfur. Seinna
munum vér komast að raun um, að hér var um bráða-
birgðasigur einn að ræða.
Skömmu eftir að þeir atburðir gerðust, er sagt hefir
verið frá hér að framan, bar það til, að fundur var
boðaður í félagi tnálfræðinga. Þar ætlaði N. . . prófessor
að flyfja fyrirlestur um Nietzsche.
Theodór Dahl hafði búið sig rækilega undir þenna
fund. Kvöldinu áður hafði hann gengið upp í hljóðar
hæðir Holmenkolla og talað þar við sfjörnurnar í tvær
klukkustundir. Nú stóð hann frammi fyrir speglinum í
herbergi sínu og færði hálsbindi sitt úr lagi. Að því
loknu sleit hann tölu úr vestinu, svo það var hálf-opið.
Hann horfir á sjálfan sig í speglinum og setur andlitið
í stellingar. Enginn vafi getur á því leikið, að hann
lítur út eins og spekingur, ekki sízt ef dræftirnir í and-
liti hans væru lítið eitt skarpari. En þegar hann bítur
saman munninum í hljóðum harmi, getur hvert barn séð
að þarna er maður, sem mikið hefir hugsað og átt í
hörðu sálarstríði — alger andstæða Petru, sem allir vita
að tekur lífið létt.