Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 45
IÐUNN
Ofurmennið.
339
En látum oss sleppa þessu, en fylgjast með Theodóri
á stúdentafundinn.
Því varð ekki neitað, að fyrirlestur prófessorsins var
að mörgu leyti skýr og fræðandi. En þó hafði Theodór
margsinnis kannað dýpri ála á hugarhöfum Nietzsche’s.
Hann hafði ekki lesið eingöngu til að fræðast; hann
hafði lifað það alt saman sjálfur.
Þó var enn þá ýmislegt í ritum hins mikla spekings,
sem var óljóst og Theodór hefði óskað skýringa á. Hver
var t. d. hin djúpa meining meistarans með þessum
orðum: »Þetta ég, og mótsögn og truflun þessa sama
égs, talar enn þá hreinskilnislega um veruleik sinn*.
Gæti hann nú bara fengið prófessorinn til þess að skýra
þetta, án þess að þurfa að gera það heyrum kunnugt,
að hann skildi það ekki sjálfur.
Þegar fyrirlestrinum var lokið, stóð Theodór upp og
kvaddi sér hljóðs. Hann vildi leyfa sér að leggja fyrir
prófessorinn nokkrar fyrirspurnir. Hann vissi alveg upp
á hár, um hvað hann ætlaði að spyrja. En þegar hann
var farinn að tala, fann hann til þess með skelfingu, að
hann var að segja alt annað en það, sem hann hafði
ætlað að segja. Og nú tók hann alt í einu eftir því, að
skamt frá honum sat fröken Solem. Hann hafði Iengi
verið ástfanginn af fröken Solem og hafði hugsað sér
að fá hana fyrir konu, er fram liðu stundir. Þau höfðu
þegar verið kynt hvort öðru, svo hún vissi hver hann
var. Nú var því um að gera að gefast ekki upp; nú
reið á því, að hún fengi einu sinni að sjá og heyra
hvað í honum byggi.
Það voru einkum ofurmennin hjá Nielzsche, sem voru
honum hugleikin. Nú hafði N. sagt, að við ættum að
vera »örvar þrárinnar* og »brýr yfir djúpið*, en Theo-
dór óskaði ákveðinnar vitneskju um það, hvernig N.