Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 47

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 47
IÐUNN Ofurmenniö. 341 Prófessorinn hlustaði á hann, en svipurinn á andliti hans var vandræðalegur og efablendinn; það var engu líkara en að hann væri hálf-skelkaður og vildi helzt forða sér. Hann fór viðurkenningarorðum um áhuga Theodórs fyrir heimspekinni, en lagði ríka áherzlu á nauðsyn staðgóðrar þekkingar, talaði um hinar praktísku kröfur, sem lífið gerir til ungra manna og réði honum að lokum fastlega til að leggja alla stund á atvinnu- námið fyrst um sinn. Þetta var hart aðgöngu fyrir Theodór Dahl. Verst var það, að honum fanst orð prófessorsins töluð af svo miklum hyggindum og viti, að nærri stappaði að hann féllist á þau. Og Theodór hugsaði margt. Að loknum fundi var farið niður í veitingasalinn og sezt að kaffi- og púns-drykkju. Theodór drakk eigi allfá glös. I fyrstu drakk hann af móði og kergju — til að skola niður margvíslegar sorgir og ergelsi, er sótt hafði að honum undanfarið. Hann fann að púnsið hafði hin hollustu áhrif. Eftir þriðja glasið var alt mótlæti fokið út í veður og vind. Hann lét berast með straumnum, vagga sér á öldum glaðværðar og málrófs. Og að lokum var hann búinn að steingleyma því, að hann ef til vill var ofurmenni. Klukkan var orðin eitt um nóttina þegar samsætinu var slitið og búist til heimferðar. Þegar Theodór — dálítið rykaður — var kominn heim í gistihúsið og var að þreifa sig fram á dimmum ganginum, virtist honum einhver koma á móti sér. Alt í einu fór hann höndum um eitthvað, sem hann í fyrstu gat ekki áttað sig á hvað var; það var eitthvað hlýtt og mjúkt og notalegt, fann hann — ekki alveg óáþekt Petru. Hann reyndi að víkja til hliðar til þess að kom- ast fram hjá, en þar rak hann sig aftur á þetta sama.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.