Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 47
IÐUNN
Ofurmenniö.
341
Prófessorinn hlustaði á hann, en svipurinn á andliti
hans var vandræðalegur og efablendinn; það var engu
líkara en að hann væri hálf-skelkaður og vildi helzt
forða sér. Hann fór viðurkenningarorðum um áhuga
Theodórs fyrir heimspekinni, en lagði ríka áherzlu á
nauðsyn staðgóðrar þekkingar, talaði um hinar praktísku
kröfur, sem lífið gerir til ungra manna og réði honum
að lokum fastlega til að leggja alla stund á atvinnu-
námið fyrst um sinn.
Þetta var hart aðgöngu fyrir Theodór Dahl. Verst
var það, að honum fanst orð prófessorsins töluð af svo
miklum hyggindum og viti, að nærri stappaði að hann
féllist á þau. Og Theodór hugsaði margt.
Að loknum fundi var farið niður í veitingasalinn og
sezt að kaffi- og púns-drykkju. Theodór drakk eigi allfá
glös. I fyrstu drakk hann af móði og kergju — til að
skola niður margvíslegar sorgir og ergelsi, er sótt hafði
að honum undanfarið. Hann fann að púnsið hafði hin
hollustu áhrif. Eftir þriðja glasið var alt mótlæti fokið út
í veður og vind. Hann lét berast með straumnum, vagga
sér á öldum glaðværðar og málrófs. Og að lokum var
hann búinn að steingleyma því, að hann ef til vill var
ofurmenni.
Klukkan var orðin eitt um nóttina þegar samsætinu
var slitið og búist til heimferðar.
Þegar Theodór — dálítið rykaður — var kominn
heim í gistihúsið og var að þreifa sig fram á dimmum
ganginum, virtist honum einhver koma á móti sér. Alt í
einu fór hann höndum um eitthvað, sem hann í fyrstu
gat ekki áttað sig á hvað var; það var eitthvað hlýtt
og mjúkt og notalegt, fann hann — ekki alveg óáþekt
Petru. Hann reyndi að víkja til hliðar til þess að kom-
ast fram hjá, en þar rak hann sig aftur á þetta sama.