Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 55
IÐUNN
Minningar.
349
því, sem hún á fegurst og bauð mér að þiggja af alls-
nægtum sínum..........
.......Eg geng í hægðum mínum út að baðstaðnum
norðan við bæinn. Eg vel auðvitað götuna gegn um
skóginn fil þess að geta notað forsælunnar, því að úti
á berangrinum við skógarjaðarinn er hitinn óþolandi.
Hér er gott að reika, gleyma þvf liðna, byggja fram-
tíðarborgir — og draga andann djúpt.
Eg heyri þrusk inni í skóginum. í þefta sinn er það
víst hvorki launmorðingi, sem biður brosandi um pen-
ingana eða lífið, né íkorni, sem er að vita, hvort hann
getur hoppað lengra en í gær. Út úr skóginum kemur
gömul kona með blómakörfu á handleggnum. Hún sér,
að eg muni vera aðkomumaður, því að enn hefir sól-
skinið ekki breytt mér í hálfgildings svertingja. Þegar hún
heyrir, hvaðan eg er, tekur hún íbyggin hvíta lilju upp
úr körfunni og réttir mér. »Liljan hvíslaði að mér, að
sig langaði norður til eyjarinnar, þar sem núna er eilífur
dagur. Reyndu að gróðursetja hana í norrænni mold«.
Eg tek ósjálfrátt við liljunni og rétti konunni nokkura
smápeninga. Aður en varir, er hún horfin milli trjánna.
Þetta er ekkert ævintýri, því að eg þekki skóginn, og
gamla konan er engin dulbúin skógargyðja; hún er
venjuleg blómasölukerling, sem eg sé daglega á torginu,
bograndi yfir rósakerrunni sinni, með samanbrotið dag-
blað innan í hettuklúfnum til að hlífa augunum fyrir
sólbirtunni. Nei, hér er ekki um neinar sjónhverfingar
að ræða. Eg stend þarna á miðjum skógarstígnum með
liljuna í höndunum, álíka burðugur eins og þrífugur
hákarlaformaður, sem í fyrsta sinn á ævinni heldur á
nýfæddu ungbarni í fanginu.
Vesalings lilja! Líf þitt blaktir á skari. Eg skal flýta
mér að gróðursetja þig á ný utan við skóginn. Ef eg