Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 56
350
Minningar.
IÐUNN
ætti að flytja þig burt um óraleiðir, norður yfir útsæinn,
mundi eg verða að leggja þig milli gljúpra þerriblaða
og loka þig síðan inni í stórri bók. — Og þegar eg
opnaði bókina aftur, yrðirðu sölnuð og dáin.
2.
I kveld reikar hugur minn ekki til baðstaðanna, þar
sem mannfjöldinn iðar allan vorlangan daginn. Því síður
til hæðarinnar norðan við borgina, þar sem minnisvarði
járnkanzlarans gnæfir við himin. Eg ætla að bíða þang-
að til allt er orðið hljótt, borgarkliðurinn er þagnaður,
og dómkirkjuklukkurnar eru búnar að skipa bæjarbúum
með þrumandi röddu að hætta störfum sínum og taka
á sig náðir. Eg ætla að lofa Alpatindunum að hjúpast
náttþokunni og hinni eldrauðu sólkringlu að hníga í dá
bak við skógarhæðirnar í vestri. í ljósaskiftunum ætla
eg að slást í för með pílagrímunum, sem skunda út að
Lórettókapellunni til að færa Maríu guðsmóður liljuvönd
í virðingar- og þakkarskyni fyrir nýuppfylltar óskir. Hver
veit, nema hvíta liljan mín visni í nótt á fótstalli hinnar
heilögu meyjar?
Nú berast ljúfir klukknaómar frá kapellunni, líkt og
tónar hinnar unaðslegu »Tunglskinssónötu«, vitnandi um
mannlega tilbeiðslu. Lórettókapellan er ef til vill hugð-
næmasta þakkartákn, sem finnst í öllum Badensskógum
og um leið fagur vottur um hina háleitu og einföldu
ást lýðsins á hinni heilögu móður.
Nafnið og fyrirmyndin er eins og margt annað sótt
suður yfir fjöllin — til hinnar frægu pílagrímakirkju
skammt frá Ancona. í Þrjátíuára-stríðinu settust Svíar
um þetta hérað. Missir Gustafs Adolfs og vonin um
ránsfeng hafði í senn gert þá að blóðþyrstum víkingum
og háskalegum spellvirkjum. — Þá ákölluðu bæjarbúar