Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 59
IÐUNN
Rómantíska stefnan nýja.
Andlegt líf þjóðanna er eins og hljóðfæri. Þegar and-
lega lífið er dauft, heyrast ekki nema ómar af tveimur
— þremur tónum. En þegar það er vel vakandi, hljóma
margir nýir tónar, sem dýpka hugtakið maður og gera
það ríkara og stærra. Einkum er tónarnir frá hljóðfæri
hins andlega þjóðlífs fagrir, hvellir og hreinir í byrjun
andlegra hreyfinga. Það hefir verið sagt, að andlegum
hreyfingum megi aðeins trúa í byrjun, er þær brjótast
fram eins og uppspretta í fjallshlíð; þegar frá líður, sé
þeim lítt trúandi. Þetta hefir danska skáldið Viggo
Stuckenberg orðað svo snildarlega í eftirfarandi stöku:
Rent er eet alene,
Vældet, dybt begravet!
Ve, hver den som stoler
paa dets Löb mod Havet.1)
I eftirfarandi línum verður sagt frá einni slíkri upp-
sprettu, sem er að brjótast fram í andlegu lífi Norðurlanda.
Bókmentir þjóðanna eru einn meginþáítur hins and-
lega lífs. Þær eru hugsanir beztu manna þjóðanna um
lífið á beztu stundum þeirra. En skoðanir skáldanna
og mat þeirra í lífinu taka áhrifum frá ýmsum hreyfing-
um, er oft styðjast við sérstök heimspekikerfi. Þannig
kollvarpar ein skoðun annari og nýir tímar leysa þá
gömlu af hólmi. Baráttan milli æsku og elli endar ávalt
1) Hrein er uppsprettan aðeins við upptök sín. Enginn shyldi
trúa hreinleik hennar þar sem hún rennur út í hafið.