Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 60
354
Rómantíska stefnan nýja.
IÐUNN
með sigri æskunnar. Hún hefir í sér fólgið frjómagn
hins nýja lífs.
En allur þessi skoðanamunur og misjafna mat á lífinu
stafar af því, að menn eru eigi á eitt sáttir um hvað
raunveruleikinn er. Hvað er raunveruleiki? Raunveru-
leikinn hefir tvær aðalhliðar: augnablikið og eilífðina.
Hann er á eina hlið hversdagslegir smámunir, barátta
fyrir brauðinu o. s. frv. — á hinu leitinu fagrir hugsjóna-
draumar í sál einstaklingsins. Viðhorf manna til lífsins
fer þess vegna eftir því, hvort menn leggja aðaláherzlu
á aðrahvora þessa hlið — og þá verða dómarnir um
hin ýmsu lífsfyrirbrigði æfinlega einhliða og rangir —
eða hvort menn viðurkenna þelta hvorttveggja sem tvær
sannreyndir tilverunnar. Sameining þessara tveggja hliða
raunveruleikans — hinnar efniskendu og ósýnilegu — í
því er fólgin listin að lifa. En hvaða andlegar hreyfingar
gefa mesta möguleika til þess, að þetta geti orðið?
Hinn ungi danski ritsnillingur, Jörgen Bukdahl, myndi,
fyrir hönd nútímans, svara: rómantíska stefnan nýja. —
En áður en við athugum þessa nýju rómantík væri
ef til vill fróðlegt að líta um öxl og sjá, hvernig fyrir-
rennarar okkar hafa litið á þessi efni.
Gamla rómantíska stefnan lagði aðaláherzluna á
drauminn — eilífðina, en lítilsvirti augnablikið. Raun-
sæisstefnan var aftur á móti öfgakend í gagnstæða átt;
hún lítilsvirti eilífðina, en fyrir henni var augnablikið alt.
Gamla rómantíska stefnan kom frá Þýzkalandi til
Norðurlanda um aldamótin 1800. Hún vill finna tilgang
í tilverunni og spyr: hvers vegna? en ekki: hvað? Hún
leitar inn á við og vill finna (ekki skilja) heimssálina og
drauma þá og þrár, sem búa í sál einstaklingsins. Það
getur skynsemin aldrei kannað. Með þessum hætti finnur