Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 61
ÍÐUNN
Rómantíska stefnan nýja.
355
hún guðdóm á bak við alt — í sögu mannanna, í nátt-
úrunni, frá því lægsta til hins hæsta.
Þessi skoðun á heiminum verður sem ljóð — eins
og skáld mundi óska í ljóði. Skáldið verður því æðst
allra. Vísindamaðurinn getur ekki jafnast við það. Guðs
andi talar gegnum skáldið, og það sér hið innra sam-
band hlutanna. Rómantíska stefnan víkkar sjóndeildar-
hringinn, skapar virðingu fyrir listinni og andlegum
málum. En hún fór jafnframt út í öfgar. Þessi fagur-
fræðilega lífsskoðun varð til tjcns fyrir viðhorf manna
til efnisheimsins. Nú var litið niður á efnið — augna-
blikið lítilsvirt.
Fornöldin var endurlífguð og tengd við nútíðina.
Fornöldin var dýrkuð vegna þess, að þá lifðu mennirnir
óskemdir af skynsemisgrufli — einföldu, óbrotnu. skáld-
legu lífi. Þessu lífi var lýst í þjóðkvæðum og æfintýrum,
sem lifa enn í dag. Astin milli karls og konu varð
ríkari og innilegri; hún var ein þessara djúpu tilfinninga,
sem rómantíkin söng lof. Þjóðernistilfinningin yljaði
hugina og skapaði stóra framtíðardrauma. Skáldin bentu
á fortíðina og sögðu: »Svona er feðranna frægð fallin í
gleymsku og dá«. Við þekkjum þessa tóna frá kvæðum
]ónasar og Bjarna. Við þekkjum sömu hugmyndirnar
frá starfi Fjölnismanna. En hér á Norðurlöndum var
rómantíska stefnan altaf trúrri veruleikanum en t. d. á
Þýzkalandi.
Eftir því sem tímar líða, tapar hreyfingin sínu upp-
runalega lífi. Og um 1870 steig fram á Norðurlöndum
sá maður, er kvað upp dauðadóminn yfir henni. Það
var danski bókmentafræðingurinn Georg Brandes. —
Nýir tímar hefjast í heimi bókmentanna. Georg Brandes
blæs í herlúður og boðar nýjar skoðanir skýrt og