Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 61

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 61
ÍÐUNN Rómantíska stefnan nýja. 355 hún guðdóm á bak við alt — í sögu mannanna, í nátt- úrunni, frá því lægsta til hins hæsta. Þessi skoðun á heiminum verður sem ljóð — eins og skáld mundi óska í ljóði. Skáldið verður því æðst allra. Vísindamaðurinn getur ekki jafnast við það. Guðs andi talar gegnum skáldið, og það sér hið innra sam- band hlutanna. Rómantíska stefnan víkkar sjóndeildar- hringinn, skapar virðingu fyrir listinni og andlegum málum. En hún fór jafnframt út í öfgar. Þessi fagur- fræðilega lífsskoðun varð til tjcns fyrir viðhorf manna til efnisheimsins. Nú var litið niður á efnið — augna- blikið lítilsvirt. Fornöldin var endurlífguð og tengd við nútíðina. Fornöldin var dýrkuð vegna þess, að þá lifðu mennirnir óskemdir af skynsemisgrufli — einföldu, óbrotnu. skáld- legu lífi. Þessu lífi var lýst í þjóðkvæðum og æfintýrum, sem lifa enn í dag. Astin milli karls og konu varð ríkari og innilegri; hún var ein þessara djúpu tilfinninga, sem rómantíkin söng lof. Þjóðernistilfinningin yljaði hugina og skapaði stóra framtíðardrauma. Skáldin bentu á fortíðina og sögðu: »Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá«. Við þekkjum þessa tóna frá kvæðum ]ónasar og Bjarna. Við þekkjum sömu hugmyndirnar frá starfi Fjölnismanna. En hér á Norðurlöndum var rómantíska stefnan altaf trúrri veruleikanum en t. d. á Þýzkalandi. Eftir því sem tímar líða, tapar hreyfingin sínu upp- runalega lífi. Og um 1870 steig fram á Norðurlöndum sá maður, er kvað upp dauðadóminn yfir henni. Það var danski bókmentafræðingurinn Georg Brandes. — Nýir tímar hefjast í heimi bókmentanna. Georg Brandes blæs í herlúður og boðar nýjar skoðanir skýrt og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.