Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 64
358
Rómantíska stefnan nýja.
IÐUNN
lífs. Rómanfíska stefnan leitar inn á við og viðurkennir
þrár og drauma mannssálarinnar sem aflgjafa hinna ytri
hluta. Þetta hefir verið kallað flótti frá raunveruleikanum,
en Bukdahl segir að það sé alveg gagnstætt: — víkkun
raunveruleikans. Þannig var það fyrir 100 árum, þannig
er það í dag. Þá var það sagan, sem lögð var til grund-
vallar; nú er það sálarfræðin — sálfræðilegar skilgrein-
ingar á lundarfari persónanna. Þá voru fortíðarminning-
arnar dregnar fram; nú er það þjóðarsálin — hinn
duldi kjarni þjóðlífsins, er haldist hefir óbreyttur gegn-
um aldirnar.
Bukdahl hefir skilgreint rómantísku stefnuna á þessa
leið: Með rómantískri stefnu markast þau tímabil í lífi
þjóðanna, er tilfinningin fyrir sambandi fortíðar og nú-
tíðar er lögð til grundvallar við valið á leið þjóðarinnar
og takmarki á hverjum tíma.
Bukdahl bendir á grundvöll til þess að reisa á nýja
lífsskoðun nú. Og hugsjón hans er ekki fædd fyrir til-
viljun, heldur mótuð út frá lífi hans sjálfs.
]örgen Bukdahl er ungur ritdómari. Hann er alinn
upp í Ribe á Vestur-Jótlandi. Við sjáum þenna unga
mann fyrst einn fagran sumardag, þar sem hann situr í
fjallakofa uppi á Jaðri í Noregi og skrifar um fæðingar-
bæ sinn, Ribe. Hann skrifar sögu þessa bæjar. Ein
hetja hans eftir aðra kemur fram á sjónarsviðið: Dag-
mar drotning, Ambrosius Stub, Anders Sörensen Vedek
Brorson o. fl. Endurminningarnar koma hver af annari
og Vesturhafið syngur viðlag undir. Hann gefur út
þessa bók 1921 og kallar hana »Den gamle Bys Dröm«
(c: Draumur gamla bæjarins). Sennilega hefir þessi litla
bók ekki vakið sérstaka eftirtekt. Þó var einstaka maður^
sem veitti henni athygli. Poul Levin, þektur danskur
rithöfundur, skrifaði um hana ritdóm. Þar segir hann