Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 73
IÐUNN
Rómantíska stefnan nýja.
367
við margar þeirra skoðana, sem eru efst á baugi í
Vestur-Evrópu nú sem stendur. Stefna þessi er bein
afleiðing heimsstyrjaldarinnar og til orðin sem andstæða
efnishyggjunnar. Hún er því annað og meira en ný
bókmentastefna; hún er einnig ný lífsskoðun, sem talar
til hvers einstaklings. Eftir hrunið mikla leitast hún við
að byggja upp að nýju — en fátt eitt af því, sem til
var fyrir styrjöldina, verður hægt að nota í þá byggingu.
Ungur þýzkur guðfræðingur sagði í fyrra vetur (1927)
á stúdentamóti í Kaupmannahöfn þessi orð um Þjóð-
verja: »Vér eigum enga fortíð — aðeins framtíð!« Oss
virðist þetta vera stór orð, en þau tákna skýrt vonsvik
þau og hugsjónadráp, er styrjöldin leiddi yfir álfuna.
Það er varla unt að tákna betur hrun Evrópumenning-
arinnar, en þessi orð gera. Og mundu ekki þau svið
vera til, er jafnvel við Islendingar gætum haft um þessi
sömu orð: Við eigum enga fortíð — aðeins framtíð! —
Heiminum má líkja við höll að vetrarlagi, þar sem
eldar brenna á gólfi. Ljós og skuggar skiftast á og
mynda kynjamyndir allskonar á veggjum og ræfri. Úli
fyrir er vetrarmyrkrið — auðn og nótt. Gegnum höllina
fljúga fuglar margskonar. Þeir koma inn um einar
dyrnar og fljúga út um aðrar. Utan úr myrkrinu — út
í myrkrið aftur. Enginn veit hvaðan eða hvert. — Svo
er mannlífið. Flögrandi fuglager gegnum afmarkað svið,
þar sem eldar mannvitsins lýsa. Fyrir utan er myrkrið
— og tómið, eða hvað? Þegar glætan dvín og þekk-
inguna þrýtur, tekur trúin við.
Eilífðarþráin liggur djúpt í sálarlífi flestra manna.
Raunsæisstefnan úthýsti henni. Georg Brandes dó svo,
að ekki varð séð að hann fyndi til hennar. Nýja
rómantíska stefnan ætlar henni rúm og hlutverk að
vinna. Helge Rode, sem er einn þeirra manna, er mest