Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 74
368
Rómanfíska stefnan nýja.
IÐUNN
hafa andæft raunsæisstefnunni, hefir safnað skoðunum
hennar í hugtakið: Lífið er sjálfu sér nóg. Það er í
beinni andstöðu við kenningu kristindómsins: Heimurinn
er ekki sjálfum sér nægur. Helge Rode fylgdi Brandes
á yngri árum sínum, en hefir í seinni tíð fjarlægst hann
og lífsskoðun hans með hverju ári. En allur skáldskapur
Rode er ljóðrænn — fremur hugboð en skýrar hugsanir.
Braut hans liggur frá efnishyggju til eilífðarvona. —
Eilífðarvon sína hefir hann sett fram í eftirfarandi ljóðlínum:
Alt hvad der gror og bygger og boer
har dybere Rod en i denne Jord. —
Rómantíska stefnan nýja byggir bæði á raunsæis-
stefnunni og rómantísku stefnunni gömlu. Ætti það að
vera trygging gegn því, að hún verði ekki jafn-einhliða
og þær voru, hvor um sig.
En hvað kemur nú okkur hér heima á Islandi alt þetta
við? Hefir það nokkur áhrif á okkur, hver bókmenta-
stefna eða lífsskoðun er mestu ráðandi á Norðurlöndum ?
Það er eðlilegt, að um þetta sé spurt. Jú, vitanlega kem-
ur það okkur við. Flestir nýir, andlegir straumar koma
til okkar frá Norðurlöndum. Þau eru okkur næst og
skyldust að menningu, og því verðum við fyr eða síðar
að taka afstöðu til þeirra straumhvarfa, er þar gerast.
í öðru lagi er rómantíska stefnan nýjan einskonar
fagnaðarboðskapur til smáþjóða, sem eiga þjóðlega menn-
ingu. Hún er og hvatning til þeirra um að vernda hana
og meta að verðleikum. Hún dæmir þjóðirnar ekki eftir
höfðatölu, heldur eftir gróanda þeim og vexti, sem þjóð-
armeiðurinu ber í sér.
Og að endingu aðeins eitt: Starf Jörgen Bukdahl’s í
þágu nútíðarbókmenta Norðurlanda ætti að minna
íslenzka mentamenn á það, að enn hefir lítið verið