Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 75
IÐUNN
Rómantíska stefnan nýja.
369
skrifað að gagni um ný-íslenzkar bókmentir. fslendingum
hættir oft við að rýna sig blinda á fortíðarleifar, en
gleyma nútíðinni. Nú þyrfti íslenzka þjóðin að eignast
glöggan ritdómara — í líkingu við Bukdahl — til þess
að skrifa um nútíðarbókmentir okkar. Gæti þá svo farið,
að ýmislegt af því, sem út er gefið nú á dögum og
hafið til skýjanna, yrði léttvægt fundið. Fyrst og fremst
það, sem enga rót á í persónulegum eða þjóðlegum
jarðvegi, en er að meira eða minna leyti endurhljómur
erlendra verka. Og eins hitt, sem aðeins hefir formlist
eða frásagnar til að bera, en ekkert lífsgildi. Versta
sýkin í lífi nútímans er einmitt það, að við dæmum alla
hluti góða, ef þeir aðeins hafa eitthvert brot af listgildi,
þótt lífsgildið sé minna en ekki neitt. Þetta þarf að
breytast. Ef til vill á rómantíska stefnan nýja eftir að
lækna þetta mein hjá okkur, og væri þá vel.
Eiríkur Sigurðsson.
Kvöld.
Vatnið sefur; þess silfur ei hrærist;
si/ki mánans það draumblæju vefur.
Kyrðin ríkir; ei blómkróna bærist;
blæhvísl þagnað í lundinum hefur.
Hljóður söngfugl í hreiður sig grefur,
hvíldar leitar í fangi nætur;
daggprúð blómstur við bjarka-rætur
blöðum Ioka, — — jörðin sefur.
Richard Beck.