Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 76
IÐUNN
Bréf til jafnaðarmanns.
[Einn af ritstjórum Nova Epoko ritaði mér nokkrar línur um
trúarbrögð og stjórnmál, eftir að hann hafði fengið handrit mitt að
„Heimspeki eymdarinnar". Þessari orðsendingu ritstjórans svaraði ég
á esperanfó með bréfi því, er hér fer á eftir í íslenzkri þýðingu.]
I.
Eg finn þörf á að ræða við yður ofurlítið nánar þau
atriði í »Heimspeki eymdarinnar«, er þér drepið á í
bréfi yðar til mín.
Þér gerið ráð fyrir, að Islendingar séu enn þá mjög
trúhneigðir, úr því að ég tengi saman trúarbrögð og
jafnaðarstefnu í ritgerð minni. Þér virðist telja trúna á
annað líf svo fjarstæð hindurvitni, að það sé helber
barnaskapur að drepa á slík efni, þegar rætt er um
velferðarmál mannkynsins. Og þér virðist jafnvel færa
þessa yfirsjón mína til betri vegar með því að gera ráð
fyrir, að ég mæli fyrir munn sérstaklega trúaðrar þjóðar.
Agizkun yðar um trúhneigð Islendinga á engan stuðn-
ing í trúarbragðasögu vorri. Bréf mitt til herra Jinaraja-
dasa ber auðvitað að skilja frá almennara og einnig
sérstakara sjónarmiði.
Islendingar hafa ávalt verið og eru enn þann dag í
dag skemtilega tómlátir í trúarefnum, furðu lausir við
kirkjukreddur og afskiftalitlir af kristniboði og öðru þess
háttar ástríðurugli. Þeir eru yfirleitt skynsemistrúar.
En hér á landi eru margir gæddir dulspekilegri íhug-
unarhneigð og dulrænni tilfinningu fyrir ósýnilegum öflum.
Þessir hæfileikar landa minna eru þó oftast lausir við