Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 77
IÐUNN
Bréf lil jafnaðarmanns.
371
>
c
ákveðnar trúarhugmyndir eða rígskorðaðar kennikreddur.
Þeir lýsa sér nánast í íhugandi forvitni, blandinni dul-
rænum blæ og lyft af undiröldu ástríðulausra tilfinninga.
Víðast hvar á Vesturlöndum var allur almenningur svo
töfraður af brjálsemiskendri trú á kenningar kirkjunnar,
svo heillaður af þrællundaðri lotningu fyrir fölsuðu beina-
rusli og fígúruverki heilagra dýrlinga, að henni tókst að
stöðva þekkingar- og siðferðisframrás svo nefndra
kristinna þjóða í nærfelt tólf aldir. Þetta skriðdýrseðli
heimskunnar blés að vísu ólyfjan sinni hingað norður
til vor. En hér heppnaðist peningaskækju páfavaldsins
þó aldrei að ná slíkum dauðatökum á ræfilshætti lýðsins
sem í hinum suðrænni löndum. A Islandi gat kirkjan
miklu fremur talist umburðarlynd og aflvana.
Þetta á þó ekki að sýna neina yfirburði í fari Islend-
inga. Eg skýri hér að eins frá sannsögulegri staðreynd,
sem var afleiðing ótrúhneigðrar lyndiseinkunnar, uppeldis,
gáfnafars, lífskjara og trausts á máft sinn og megin
(sem oft var í ætt við sjálfbyrgingsskap og hroka), en
það var arfur frá hugsunarhætti heiðingjanna (sbr.
»Sjálfur leið þú sjálfan þig«). Þessi lyndiseinkenni báru
þá blessun í skauti sínu, þrátt fyrir margt misjafnt, að
Islendingar mátu að öllum jafnaði meira sitt eigið hyggju-
vit en óskeikulleika katólskra fáfræðinga á páfastóli. Og
það var þess vegna, að kirkjunni lánaðist aldrei að gera
þjóð mína að krjúpandi þrælum.
Fornbókmentir vorar bera fagurt vitni um hið frúar-
lega frelsi og hlutleysi Islendinga fyr á öldum. Þessi
meistaraverk norrænnar fornmenningar eru rituð af
kristnum leikmönnum, klerkum og munkum um heiðna
menn, heiðna siði og heiðna atburði. Samt er frásögn
þeirra svo hlutlaus, svo hátt hafin yfir trúarlega hleypi-
dóma, að hún gefur lesandanum mjög sjaldan hugboð