Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 79

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 79
IÐUNN Bréf til jafnaðarmanns. 373 almennings, en rýrðu þó í engu hagsmuni kristinna manna. Að þessum fyrirmælum gengu báðir aðiljar. Þannig var kristin trú lögleidd að nafninu til hér á landi. Sennilega hafa mútur nokkurra kristinna höfðingja haft einhver áhrif á úrskurð hins heiðna prests. En úrslit siðaskiftanna á alþingi árið 1000 sýna þó eigi að síður, að Forn-Islendingar báru meiri lotningu fyrir hag- kvæmum málalyktum en kirkjulegum kennikreddum. Kristnitakan var eins konar verzlunarsamningur milli heiðinna manna og kristinna. Hugarfar Islendinga til trúarefna nú á tímum er mjög svipað og í fornöld. I nágrannalöndunum fer trúboðs- pestin eins og hundaæði yfir bygðir og borgir. En á Islandi hefir hún aldrei getað smitað almenning, jafnvel þó að endurfæddir trúboðar hafi kappkostað að beygja lýðinn undir sætleik krossins með kvölum fordæmdra og sælu úfvaldra, sem hafa skrúbbað af sér óþverrann í blóði lambsins. Kristindómurinn hér á landi er flestum orðið fjarlægt æfintýri. Hyggnu mennirnir reyna að brúka hann til þess að auka tekjur sínar. Ráðvandir borgarar hanga við hann, af því að þeir halda, að það tilheyri góðum siðum. Auk þessara finnast nokkrir sak- lausir, sem halda sér við barnatrú sína, eins og þeir eru vanir að orða það. Prestarnir eru að mestu leyti »gamlar venjur«, sem ríkið viðheldur á kostnað heilbrigðrar skynsemi, af því að það hefir verið tízka í níu aldir. Fáir taka mark á kenningum þeirra. Kirkjurnar sækir nálega eingöngu ómentaðasti lýðurinn og unglingar, sem þjást af löngun í ástaræfintýri. Margir íslenzkir prestar hafa snga trúar- sannfæringu, og trúaráhugi er nærri óþekt fyrirbrigði innan þeirrar stéttar. Prestsskapurinn er fyrir þeim flestum veraldlegur atvinnuvegur, að sínu leyti eins og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.