Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 81
IÐUNN
Bréf til jafnaðarmanns.
375
Þér segið, að í yðar löndum skiljist jafnaðarstefnan
æ meir frá trúarbrögðunum. Eg verð að játa, að mér
er ekki vel ljóst, við hvað þér eigið með þessari yfir-
lýsingu. Mér hefir altaf skilist, að meginstoðir íhaldsins
og höfuðóvinir jafnaðarstefnunnar séu í öllum löndum
trúar- og kirkju-völdin. Eftir mínum skilningi er þó
hvarvetna enn þá náið samband milli trúarbragða og
jafnaðarstefnu. Og ég fæ ekki botnað í, að vér jafnaðar-
menn getum fremur gengið þegjandi fram hjá þessum
andstæðingi heldur en öðrum íhaldsóvættum, sem for-
lögin hafa áskapað oss að eiga í höggi við.
Hins vegar geri ég ekki ráð fyrir, að skyldleikinn milli
trúarbragða og jafnaðarstefnu hér á landi sé neitt nánari
né öðruvísi háttað en í öðrum löndum. Hér er hann í
því fólginn, að auðvaldið, kirkjuvöldin og ýmsir þröng-
sýnir trúarsnatar í öreigastéttinni reyna að beita trúnni
á guð og annað líf sem vopni gegn rökum jafnaðar-
stefnunnar. Þessi viðleitni ber töluverðan árangur. Þó
að Islendingar séu ótrúhneigðir að eðlisfari, eru þeir
fæstir lausir við áhrif trúarbragðafræðslunnar. Með flest-
um þeirra leynist snertur af virðingu fyrir trú og kirkju-
siðum. Einkum situr þessi ófögnuður fastur í óupplýst-
asta öreigalýðnum, en þar á jafnaðarstefnan enn sem
komið er fyrst og fremst fylgi sínu að fagna hér á landi.
Þennan veikleika þekkir auðvaldið, og það kappkostar
vitanlega að færa sér hann í nyt í úrkynjunarbaráttu
sinni gegn umbótum jafnaðarstefnunnar. Höfuðvopn þess
er kirkjan og prestarnir. Flestir prestar vorir styðja
íhaldshugmyndirnar og þjóna þeim, sem auðinn hafa. I
þeim anda kenna þeir sauðunum, sumir beint, aðrir
óbeint. Og þó að sauðirnir séu ótrúhneigðir og upp-
belgdir af »sjálfstæðum skoðunum* utan klerks og
kirkju, eru þeir of þýlyndir og lítilsigldir til þess að