Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 84
378
Bréf til jafnaðarmanns.
IÐUNN
En þó ekki einungis trúarbragðalxæðúan. Öllum menn-
ingartækjum vorra tíma er beitt á þá leið, að þau eru
svæfandi »ópíum handa fólkinu*, og nálega allir fræð-
arar og menningarfrömuðir svo nefndir eru vesælir
varðhundar auðvaldsins. Vísindi, listir, blöð, bækur, skólar,
kvikmyndahús, leikhallir, símar, víðvarp, járnbrautir, skip
og vélar, — alt eru þetta auðmjúkir þjónar kapitalismans.
Það vitið þér eins vel og ég. Þrátt fyrir það heimtið
þér ekki að útskúfa þeim úr menningunni. Þér kappkostið
einungis að breyta starfsaðferðum þeirra, sveigja beitingu
þeirra að kenningum jafnaðarstefnunnar.
Hvers vegna eigum vér þá að uppræta trúarbrögðin
ein, sem misbeilt er til þess að vinna aðeins sama hlut-
verkið og veraldlegu menningaröflin láta sér sæma að
leysa af hendi?
Eg veit ekki, hverju þér svarið. En ég gæti búist við,
að þér mynduð segja: Veraldlegu menningartækin eru
reist á vísindalegri undirstöðu, eru ávöxtur af hugsunar-
þroska og reynslu mannkynsins. Trúarbrögðin eru aftur
á móti grundvölluð á vanþekkingu og hindurvitnum, eru
leifar af andlegu myrkri, sem villimenn frumskóganna
reikuðu í fyrir þúsundum eða miljónum ára. í þessum
anda býst ég við, að þér svarið.
Mig grunar, að okkur komi ekki saman um grundvöll
trúarbragðanna. Hins vegar vona ég, að okkur greini
varla á um það, að trúarbrögðin séu geysivoldugur
máttur. Peningar og trúarbrögð eru óefað þær orku-
lindirnar, sem voldugustum tökum hafa náð á hjörtum
mannanna. Og ég hefi oft tilhneigingu til að gera mér
vonir um, að hin svo nefnda trúarorka geti orðið hug-
sjónum vorum að drjúgu liði, ef oss heppnaðist að gera
þjóna kirkjunnar hlynta þeim mannúðarmálefnum, sem
vér berjumst fyrir. Er það ókleift?