Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 87

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 87
IÐUNN Bréf til jafnaöarmanns. 381 stóð alveg á sama, hvort ég fyndi sumarlönd spíritismans, geðheima guðspekinnar eða hafnaði í mold og ösku efnishyggjunnar. Mér ferst ekki að hreykja mér hátt af árangri tilrauna minna. Eg fann í raun og veru ekkert annað en gamalt land, sem þúsundir manna höfðu vitnað um á undan mér. Spíritisminn og guðspekin neyddu mig til þeirrar álykt- unar (ég þori ekki að segja ugglausrar sannfæringar), að vér séum umkringdir af ósýnilegum efnisheimi og dulrænum verum, bæði framliðnum mönnum og einhvers konar »öndum« af öðru tæi, er ekki virðast hafa tilheyrt hinum jarðneska heimi. Að þessari sömu niðurstöðu hefir fjöldi rannsakenda og vitringa komist bæði fyr og síðar, og almenn reynsla hefir stutt þessa játningu frá kynslóð til kynslóðar. Þessi niðurstaða hafði auðvitað áhrif á eða öllu heldur skapaði þá afstöðu, sem ég hefi nú til trúarbragðanna. Hún neyddi mig meðal annars til að efast sterklega um, að nokkurn tíma reynist auðið að uppræta trú mann- kynsins á guði og annað líf. Og hún hefir hingað til aftrað mér frá að berjast gegn trúariðkunum almennings, jafnvel þó að allir helgisiðir séu mér ógeðslegur við- bjóður. En ég kappkosta ávalt að hugsa rökrétt og starfa heiðarlega. Eg læt persónulegan smekk minn undantekningarlaust lúta í lægra haldi fyrir rökum skyn- seminnar. Eg geri svo miklar siðferðiskröfur til sjálfs inín, að ég tel mig ekki hafa rétt til að boða það náunga mínum, sem rís gegn sannfæringu minni eða er hulið fyrir utan takmörk þekkingar minnar. Það er megin-fræðsluregla mín. Nú veit ég ofurvel, að ýmsir rannsakendur og leitendur hafa komist að gagnstæðri niðurstöðu í leit sinni eftir eðli sálarinnar. Eg þekki töluvert sjónarmið þessara
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.