Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 87
IÐUNN
Bréf til jafnaöarmanns.
381
stóð alveg á sama, hvort ég fyndi sumarlönd spíritismans,
geðheima guðspekinnar eða hafnaði í mold og ösku
efnishyggjunnar.
Mér ferst ekki að hreykja mér hátt af árangri tilrauna
minna. Eg fann í raun og veru ekkert annað en gamalt
land, sem þúsundir manna höfðu vitnað um á undan mér.
Spíritisminn og guðspekin neyddu mig til þeirrar álykt-
unar (ég þori ekki að segja ugglausrar sannfæringar),
að vér séum umkringdir af ósýnilegum efnisheimi og
dulrænum verum, bæði framliðnum mönnum og einhvers
konar »öndum« af öðru tæi, er ekki virðast hafa tilheyrt
hinum jarðneska heimi. Að þessari sömu niðurstöðu hefir
fjöldi rannsakenda og vitringa komist bæði fyr og síðar,
og almenn reynsla hefir stutt þessa játningu frá kynslóð
til kynslóðar.
Þessi niðurstaða hafði auðvitað áhrif á eða öllu heldur
skapaði þá afstöðu, sem ég hefi nú til trúarbragðanna.
Hún neyddi mig meðal annars til að efast sterklega um,
að nokkurn tíma reynist auðið að uppræta trú mann-
kynsins á guði og annað líf. Og hún hefir hingað til
aftrað mér frá að berjast gegn trúariðkunum almennings,
jafnvel þó að allir helgisiðir séu mér ógeðslegur við-
bjóður. En ég kappkosta ávalt að hugsa rökrétt og
starfa heiðarlega. Eg læt persónulegan smekk minn
undantekningarlaust lúta í lægra haldi fyrir rökum skyn-
seminnar. Eg geri svo miklar siðferðiskröfur til sjálfs
inín, að ég tel mig ekki hafa rétt til að boða það
náunga mínum, sem rís gegn sannfæringu minni eða er
hulið fyrir utan takmörk þekkingar minnar. Það er
megin-fræðsluregla mín.
Nú veit ég ofurvel, að ýmsir rannsakendur og leitendur
hafa komist að gagnstæðri niðurstöðu í leit sinni eftir
eðli sálarinnar. Eg þekki töluvert sjónarmið þessara