Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 88
382
Bréf til jafnaðarmanns.
IÐUNn
manna. Ég hefi dálítið kynt mér fullyrðingar þeirra um
uppruna trúarbragðanna, skýringar þeirra á dulrænum
fyrirbrigðum og röksemdir þeirra gegn lífi eftir líkams-
dauðann. En, heiðarlega sagt, hefi ég hvergi fundið í
málsgögnum þeirra eina einustu sönnun, jafnvel ekki
eina einustu líku gegn þeim ógrynnum raka, er staðfesta
trú almennings á framhaldslíf sálarinnar.
Það er því gersamlega rangt, og það sýnir átakan-
legan skort á andlegri framsækni og heiðarlegri hugsun,
er postular efnishyggjunnar byrla mannkyninu lífsspeki,
er gengur þegjandi fram hjá öllum sálrænum rannsókn-
um, sem fram hafa farið í heiminum sjö síðustu áratugi.
Þeim er þó vel kunnugt um, að slíkar rannsóknir hafa
verið gerðar og eru gerðar svo að segja í öllum lönd-
um. Og þeir vita enn fremur eða ættu að minsta kosti að
vita, að þessar rannsóknir hafa þegar leitt í Ijós urmul
af stórmerkilegum staðreyndum, sem enginn heiðarlegur
postuli sæi sér fært að ganga fram hjá í fræðslu sinni
um eðli hins andlega lífs. Að stagla eftir sem áður
sömu lífsskoðanirnar, sem vísindamenn skemtu sér við
að troða inn í fávísan almenning á dögum Karls Marx,
— það er forhert katólska. Ef lil vill eru »sannanir«
spíritismans um framhaldslíf sálarinnar rangar. En þær
eru þó svo sterkar, að enginn mentapostuli ætti að leyfa
sér að fræða aðra á þá leið, sem engar slíkar »sannanir«
væru til. A yður, sem prédikið eilífan dauða einstakl-
ingsins, hvílir fyrst og fremst sú skylda að sanna fánýti
spíritistisku kenninganna og flytja mannkyninu einhver
sennilegri rök í þeirra stað, áður ert þér byrjið að inn-
ræta því guðspjall efnishyggjunnar. Enn sem komið er
hafið þér ekki fram flutt nein slík rök. A meðan leit
yðar eftir sannleikanum er ekki lengra komið, væri yður