Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 89
IÐUNN
Bréf til jafnaðarmanns.
383
hyggilegast að láta trú manna á guði og annað líf
afskiftalausa.
Eg komst að þeirri niðurstöðu, að trúin á lífið eftir
dauðann sé á rökum reist. Fyrir því grunar mig, að
barátta yðar gegn þessari almennu sannfæringu verði
árangurslaust strit. Þér getið að vísu fengið nokkra
pólitíska skoðanabræður yðar til að afneita slíkum hindur-
vitnum, að minsta kosti í orði kveðnu. En ég er sérlega
vondaufur um, að yður lánist að gera þekkingarleysi
yðar að allsherjartrúarbrögðum. Hafið þér ekki veitt því
eftirtekt, að um þessar mundir er ný trúaralda að velta
yfir veröldina og að Iíf einstaklingsins hefir ef til vill
sjaldan verið þrungnara af alls konar dulhyggju og dul-
speki, þrátt fyrir vísindadýrkun síðustu aldar og þá við-
leitni efnishyggjunnar, að innræta mannfólkinu trúna á
moldina? Trúarbrögðin eru eins og sjávarföllin. Þau
fjara hér og flæða þar, og aftur flæða þau hér og fjara
þar. Þannig hefir hvert vantrúarútfallið rekið annað, og
að baki þeim öllum hafa risið nýjar öldur trúar og
hindurvitna. Sumir gera sér vonir um, að vísindunum
auðnist einhvern tíma að ná algildri þekkingu á undir-
stöðu trúarbragðanna og að þá taki trúin enda. Kanski.
En ef til vill er þó trúareiginleikinn eilífs eðlis. Sá tími
kemur að vísu fyr eða síðar, er vísindunum tekst að
afhjúpa marga leyndardóma, sem í dag eru sveipaðir
reykelsishulu trúarinnar. En bak við hverja nýja vísinda-
uppgötvun bíða nýir leyndardómar, ráðgáta bak við ráð-
gátu, djúp bak við djúp, trúarefni bak við trúarefni.
Um trúareiginleikann sjálfan mætfi reyndar rita langt
mál og merkilegt. En það er ekki hlutverk þessara lína.
Það leiðir af því, sem að framan er sagt, að afstaða
mín til trúar og trúariðkana er í stuttu máli á þessa
leið: Eg tel mig hvorki hafa vísinda- né siðferðis-rétt til