Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 90
384
Bréf til jafnaðarmanns.
IÐUNN
að reisa neins konar trúarstarfsemi á minni einkaskoð-
un um yfirnáttúrlega tilveru, jafnvel þótt hún sé studd
af vísindalegum rannsóknum og ærið almennri reynslu,
enda skoða ég alt trúboð einungis leifar af viðbjóðslegri
villimensku. Því um síður álít ég mér heimilt að heyja
baráttu gegn trúarbrögðum í nafni vanþekkingar minnar
á dularfullum hlutum. Af þessu leiðir, að ég styð hvorki
né stend á móti trú almennings á guði og eilíft líf. Frá
mínu sjónarmiði á trúin sjálf að vera einkamál, á meðan
undirstaða hennar verður hvorki sönnuð né hrakin með
skýlausum rökum.
Mitt hlutverk er að berjast fyrir breytingu á trúar-
bragðafræðslunni, að beina henni að því mikilvæga ætl-
unarverki, sem trúarbrögðunum var í upphafi ætlað að
vinna, það er að sveigja hana að hugsjón jafnaðarstefn-
unnar. Kjarni allra trúarbragða er jafnaðarstefna. Ef
mannkynið tæki trúarbrögðin svo hátíðlega, að það
fengist til að stofna þjóðfélagsskipulag á meginkenn-
ingum þeirra, í stað þess að hafa þau að prívat nautnalyfi,
þá yrði slík mannfélagsstofnun vissulega fullkomið jafn-
aðarmannaríki. Hins vegar eru allar siðakenningar trúar-
bragðanna þveröfugar við hugmyndafræði auðvaldsskipu-
lagsins. Það, sem ég geri, er því þetta: Ég beiti siða-
kenningum trúarbragðanna og mannúðarkenningu Krists
sem vopni gegn prestunum, kirkjunni og auðvaldinu.
Ef einhver íhugunarlítill sakleysingi segir við mig, að
trúarbrögðin megi ekki gera að tæki ákveðins flokks
eða stefnu, þá svara ég honum og segi: 011 trúarbrögð
(eins og allar aðrar hugsjónir) eru og hafa ávalt verið
málsvarar ákveðinna flokka og hreyfinga, bæði í trúar-
legum og pólitískum skilningi. Katólskan er t. d. aftur-
haldstrúarklíka, studd af takmörkuðum flokki manna,
sem stendur á öndverðum meiði við aðra íhaldstrúarklíku,