Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 92
386
Bréf til jafnaðarmanns.
IÐUNN
um hlutverk trúarbragðanna og hugmyndum þeirra ]óns
biskups Helgasonar og Meulenbergs prefekts í Landakoti.
Ef til vill ber sú viðleitni mín engan árangur, að snúa
sjálfri prestastéttinni til fylgis við hugsjónir jafnaðar-
stefnunnar. En ég tel það samt hyggilegri vinnubrögð
en að sóa tíma og kröftum í að reyna að uppræta
trúarbrögðin úr heiminum. Hirkjuvöldin eru máski óbetran-
legir andstæðingar, á meðan núverandi þjóðskipulag ríkir
yfir auðmagninu. En ég er á hinn bóginn sannfærður
um, að margir fylgifiskar þeirra snúast smátt og smátt
að málstað mínum, gerast gagnrýnnir á athæfi kirkjunnar
og varpa frá sér trúnni á falskenningar klerkanna.
Margir athugulir kirkjumenn hafa þegar komið auga á
djúpið, sem er staðfest milli hinna afdráttarlausu mann-
úðarkenninga ]esú Krists og hinnar geðlausu þoku-
guðfræði kirkjunnar.
En vér jafnaðarmenn eigum eina óbrigðula huggun,
að því er til sjálfra kirkjuvaldanna kemur. Og hún er
þetta: Eftir byltingu jafnaðarstefnunnar (hvort sem hún
verður hægfara eða svipleg) snúast allar kirkjur og allir
klerkar til fylgis við hið nýja þjóðfélagsskipulag, því að
»þjónar drottins« hafa ávalt verið þjónar mammons. F.n
fram til þeirrar stundar verðum vér að berjast hvíldar-
laust með ræðum og ritum gegn svikaguðfræði kirkj-
unnar. Vér tökum í þjónustu vora meginatriði trúar-
bragðanna, kjarnann í gervöllum siðalögmálum alheimsins,
og meitlum þau eilífu sannindi látlaust inn í heila og
hjarta hvers einasta trúmanns, að þungamiðja allra trúar-
bragða sé gersamlega gagnstæð hugmyndakerfum auð-
valdsins, en algerlega samhljóma þjóðfélagskenningum
jafnaðarstefnunnar. Vér verðum að skýra óaflátanlega og
gera hverju mannsbarni skiljanlegt djúpið óbrúanlega,
sem er staðfest milli kenninga Krists og tálfræðslu