Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 110
404
Oreiga-menning.
IÐUNN
sýna sig, aS andlegar kröfur vorar eru fult svo strangar
sem nokkurs tíma á undan oss. Skýrgreining vor á hug-
takinu »daglegt brauð« er miklum mun víðtækari en
sú lúterska. Spennivídd hennar er alla leið frá duftinu
upp í hæstu himna.
Menningin gamla hefir flestu snúið öfugt. Eins og
særingamennirnir hefir hún snúið faðirvorinu upp á
djöfulinn. Hún hefir haft endaskifti á réttu og röngu.
Blessunartækjum hefir hún snúið í bölvun, vísindin hefir
hún notað til múgmorða, heilögum sannleika hefir hún
umhverft í háskalega lýgi. Sól og tungl og stjörnur
himins hefir hún af kunnáttu sinni vegið, svo að varla
skeikar um pund, ef trúa má lærðu mönnunum. En
hana hefir brostið vilja og getu til að vega út brauðið —
sem nóg er til af — handa hungruðum börnum jarðar-
innar. Þetta er hennar höfuðsmán og óhelgisök. Að
þurka út þessa smán af bók lífsins, — að því viljum
vér vinna, leynt og ljóst, þar til sigur er unninn. Til
þessa hlutverks hefir sagan kjörið oss, og á því skulum
vér þekkjast. ^ Á. H.
hifrtri,’ iTus/ega.
Athugulir lesendur munu taka eftir því, að Iðunn
er allmikið stærri á þessu ári en venja hefir verið —
eða 25 arkir í stað 20 áður, Verðið er þó óbreytt, kr. 700.
Af sérstökum ástæðum varð að hafa þetta hefti einni örk
stærra en ætlað var. — Vonar Iðunn að kaupendur virði
þeita við hana frekar en hitt. Óvíst er þó að áframhald
geti orðið á þessari stækkun, og veltur það, eins og
skitjantegt er, á fjárhagslegri afkomu hennar. En þess
geta kaupendur verið fullvissir, að blómgist hagur Iðunn-
ar, kemur það þeim til góða. Kaupið Iðunni og útvegið
henni marga nýja kaupendur. — Eldri árgangar fást
fyrir hálfvirði.