Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 42
256 Erlendar fréttir. Júni. Chiang Kai-shek og kristniboðið. Chiang Kai-shek, yfirherforingi Kinverja, hefir lýst þvi yfir, að ríkisstjórnin í Kína afnemi bannið gegn því, að kristniboðarnir liaidi uppi trúarbragðakenslu við skólana í landinu. Ástæðuna til þessa kveður Chiang Kai-shek vera þá, að stjórnin vilji votta kristniboðunum virðingu sína fyrir hugrekki þeirra og fórnar- þjónustu á stríðstímunum. Starf kirkjunnar að einingu og friði. Jafnframt stríðsfréttunum berast viðsvegar að fregnir um vax- andi friðarstarf kirkjunnar. Kristinn æskulýður Norður-Afríku hefir stofnað félag til efl- ingar einingu og friði. Eru í því ungir menn úr öllum kirkju- deildum. Ungir stúdentar í Bandaríkjunum liafa haldið þing í því mark- miði, að sameina kirkjudeildirnar og efla réttlæti og sanngirni í þjóðfélagsmálum. Hafa ályktanir þingsins verið sendar Roose- velt forseta. Samskonar hreyfingar hafa risið í Sviss og á Frakk- landi. Hafa evangelsku kirkjudeildirnar á Frakklandi allar sam- einast. í Rússlandi verða ofsóknirnar gegn kristinni trú til þess, að kristnir menn fylkja sér fast saman um kjarna kristindómsins, hvað sem skoðunum þeirra kann að líða að öðru leyti. I Kína stendur ,,Heili)g, almenn kirkja Kína“ fremst í friðar- starfi. í henni eru 13 stifti, og 6 þeirra stjórna kínverskir bisk- upar. Hún hefir skipulagt víðtækt hjálparstarf til þess að reyna eftir megni að bæta úr hörmungum stríðsins. Á Indlandi halda kristnir stúdentar þing og gjöra m. a. þessa ályktun: „Sundrung kirkjunnar er syndsamleg. Til þess að geta orðið eitt, þurfum vér að skilja orsakirnar að klofningunni. Vér verðum hver um sig, að læra að þekkja og meta andlegan arf annara kristinna manna og lifa í samfélagi við þá. En um l'ram alt verðum vér að biðja þess án afláts, að oss megi auðnast það, að verða allir eitt. Vér skulum allir vinna að því, unz vér getum hizt við borð drottins, lausir við mikillæti og hleypi- dóma, einn drottinn vor, ein kirkja, ein von“. Alt slikt starf miðar eitthvað í áttina að því marki, seni enn virðist óra fjarri, að friði á jörðu með öllum þjóðum. A. G. Kirkjuritið kemur út 10 sinnum á ári — alla mánuði ársins nema ágúst og septembermánuð -— um 26 arkir alls og kostar kr. 5.00 árgangurinn. Gjalddagi 1. apríl — og 1. okt., ef menn kjósa held- ur að borga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast séra P. Helgi Hjálmarsson, Hringbraut 144, simi 4776, Reykjavík.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.