Kirkjuritið - 01.01.1939, Síða 26

Kirkjuritið - 01.01.1939, Síða 26
20 Ásmundur Guðmundsson: Janúar. báðu: „Faðir vor“. í sömu átt fer sú lireyfing innan kristninnar, sem kend er við „líf og starf“, og önnur, kcnd við „trú og skipulag“. Voldug átök voru gjörð til eflingar einingu í fyrra sumar á kirkjufundunum miklu í Oxford og Edinborg, sem Kirkjuritið hefir áður skýrt frá. í sumar sem leíð var svo haldinn kirkjufundur i Utrecht á Hollandi og var hann einslconar framhald á þeim báðum. Þar lögðu nefndarmenn frá fundunum fram frumvarp til reglugjörðar fyrir nýjan kirkjulegan félags- skap: Heimsmót kirkjudeildanna (World Council of Churches), og ræddu það kirkjufulltrúar margra landa. Það var hvorttveggja í senn svo þrungið af víðsýni og frjálslyndi, að allir kirkjumenn gætu verið með í sam- tökunum, og svo einarðlegt og kjarnort, að það benti skýrt á kjarna kristindómsins: Trúna á guðdóm Jesú Krists og endurlausn mönnunum til handa fyrir líf lians, dauða og upprisu. Fundarmenn voru kirkjuleiðtogar bæði til vinstri og hægri og þeir samþyktu allir í einu hljóði þennan samvinnugrundvöll, og það var vissulega eng- in nauðungarsamþykt. Einn fundarmanna skrifar: „All- ur þingheimur fann til þess, að stundin var örlagaþrung- in. Hátíðleg alvara hvíldi yfir fundarmönnum, og með- vitund um nærveru heilags anda. Ef fundinum tækist nú vel þetta hlutverk sitt, þá gat vel verið, að liér yrði tekið lengra skref í áttina lil kirkjueiningar lieldur en stigið hefir verið síðan i fornöld. Það var sú hugsun, sem fyrir mönnum vakti þar“. — Og nái þessi fundarályktun einnig samþykki i kirkjudeildunum lieima fyrir, þá má gjöra sér vonir um það, að innan tiltölulega skamms tíma muni samband komast á með öllum kirkjudeildum mótmælenda og grísk-kaþólsku kirkjunni. V. Sérstaklega er það ennfremur til fyrirmyndar öðrum þjóðum, sem nú er að gjörast á EnglandL Þar eru að vísu þrjár ólíkar kirkjustefnur: Hákirkjustéfnan, sem lítur

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.