Kirkjuritið - 01.01.1939, Síða 33
Kirkjuritið.
G. F.: Bænarmál.
27
barnsaugum til brestandi öldungssjóna og gefi hverju
bjarta líf og yl. Kjósum oss Ivrist að konungi og þjóðar-
leiðtoga. Stefnum í nafni bans inn á brautir nýja ársins
og nýju áranna.
„Helgum drotni fslands frelsis fána
fram svo langt sem tímans öldur blána“.
Þá verður árið öllum það, sem Kirkjuritið óskar að
það megi verða:
Gleðilegt ár.
Ásmundur Guðmundsson.
Bænarmál.
Ég bið ekki, Allífsins Andi, um neitt,
sem í ösku og duft getur tíminn breytt.
Ég bið um þá auðlegð, sem aldrei þver,
og til ódáinslandanna fylgir mér.
Ég bið um þann kraft, sem er kongstign sönn
og krýnir mig hljóðlega í dagsins önn.
Ég bið þig, faðir, lát elskunnar óð
sem áfengi streyma um mitt hjartablóð.
Og gefðu mér, Allífsins Andi, vit,
sem upplýsir veg minn og dægurstrit.
Gef mér fagrabvel sannleikans, fjarrænt og blátt,
og frelsandi liugsunar vængjamátt.
Gretar Fells.