Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 36

Kirkjuritið - 01.01.1939, Page 36
Friðrik .T. Rafnar: Janúar. :to innri maðnr séra Bjarna. Hann vildi aldrei sýnast, held- ur vera, yfirborðið var altaf í samræmi við innra mann- inn, nema ef svo skyldi vera, að stundum, og suinum, hafi virzt ytra borðið hrjúfara en þegar dýpra kom í sálar- lífi lians. Séra Bjarni var allra manna nákvæmastur í embætt- isfærslu sinni, skrifstofumaður ágætur og bókhald hans alt til fyrirmyndar. Hann bar mikla virðingu fyrir em- bætti sínu, og var einn þeirra gömlu og góðu menta- manna, sem aldrei gleymdu hinum forna akademiska anda og gamalklassisku stúdentsliugsjón. Sóknarhörn séra Bjarna minnast hans með virðingu og kærleika eftir 47 ára prestsþjónustu. En landsfrægð hlaut hann þó ekki sem prestur, heldur sem tónskáld og fræðimaður. Fyrsta stórverkið, sem bar nafn hans út um hygðir landsins og' gerði hann vel kunnan meðal erlendra tónlistarmanna, voru Hátíðasöngvar hans, sem út komu í fyrsta sinn 1897. Má telja fullvíst, að of fáir geri sér grein fyrir, hve stórmerkilegt verk þeir eru, þegar hugsað er til þess, að þeir eru verk aðeins rúmlega þrítugs manns, húsetts á útkjálka, við fásinni og sam- gönguleysi og fá eða engin gögn til hjálpar í slíku starfi, sem að sumu leyti er algjörlega frumlegt, og þó að form- inu lil hygt á aldagamalli kirkjulegri liturgik. Öðluðust „Hátíðasöngvarnir“ fljótt vinsældir hjá almenningi og viðuikenningu söngfróðra manna. Meðal hinna fyrstu, sem viðurkendu þetta mikilhæfa verk að verðleikum, voru þeir tónskáldin Viggo Sanne og Gunnar Wennerberg. Um svipað leyti og Hátíðasöngvarnir komu út, og á næstu árum þar á eftir fóru að koma út sönglög séra Bjarna, hæði fyrir einsöngva og kóra, og voru strax sungin um alt land. Er það safn alt mikið að vöxtum, og þó mikið óprentað í handritum, t. d. Alþingiskantata hans frá 1930 og tónlög og svör við Helgisiðabókina nýju, sem þó munu hafa verið ófullgerð, er liann féll frá. Það sem einkennir tónsmíðar séra Bjarna er vand-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.