Kirkjuritið - 01.01.1939, Side 39

Kirkjuritið - 01.01.1939, Side 39
Kirkjuritið. 33 Þar fór saman orð og andi, ætlun, hugsjón, trú og verk. Aldrei hefir einu landi öðlast nokkur gjöf svo merk. Allar þjóðir bræðra bandi binda þráði hönd ’hans sterk. Það er eins og enn hann standi að því starfi í hvítum serk. Frelsarinn góði. Af fátækt minni flyt ég dýpsta þakkarmál. Styrk þú mig, svo vel ég vinni, varist heimsins grimd og tál. Sálar myrkrið gef að grynni, glæð mitt, auk mitt trúarbál. Unn þú mér af auðlegð þinni alls, er göfgar mína sál. Unn þú minum innri sýnum öll að sjá þín fórnarspor. Gef að kalda hjartað hlýni’ um, hefjast lát þar trúarvor. — Byrgi ég mig að barmi þínum, bið um trúarstyrk og þor, þakka dýpstu þökkum mínum þér fyrir blessað „Faðir vor“. Ég vil þreyttu höfði halla — hjartans djúpa þörf ég finn, gráta mína örbirgð alla upp við náðarbarminn þinn. Mér er hætt í myrkri að falla, mér finst grýttur vegurinn. — Til þín hátt ég, Kristur, kalla, kom, mig snertu, Drottinn minn. Kolbeinn Högnason, Kollafirði. 3

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.