Kirkjuritið - 01.01.1939, Side 44
38
Benjahun Kristjánsson:
Janúar.
kröfur til lífsins hafa stórkostlega breyzt, færst í aukana
nieð vaxandi athafnaþreki, og ekki verðnr um það deilt,
að átakið liefir verið stórkostlegt. Framfaradraumarnir,
sem við frelsið voru tengdir, liafa ræzl á skömmum tíma,
jafnvel iangl fram úr því, sem nokkurn óraði fvrir. Þó
að mörgu sé ennþá áhótavant vor á meðal, þó að skuldir
og örðugleikar kreppi að oss á allar lundir, þá höfum vér
þó þegar uppskorið ávexti frelsisins. Menningar og al-
vinnuskilyrðin eru ótvírætt stórum meiri nú í landinu
en þau voru fvrir tuttugu árum. Fyrir þetta ber oss að
þakka í dag fjölda mörgum ágætum mönnum, en þó eink-
um brautryðjendunum, þeim sem vonuðii og trúðu með-
an enn var nótl og hvergi roðaði fyrir degi.
()g þá kem ég aftur að því, sem ég eirikum vildi draga
athyglina að: Þessi sigur frelsisins, hann er fyrst og' fremst
kominn að innan! Hann er getinn af andanum, borinn og
harnfæddnr í sálinni. Frelsið, það er fvrst og fremst hug-
arástand, það er inni í oss sjálfum. Ef vér afneitum
því þar, og ef vér týndum trúnni á það, þá munum vér
glata því einnig liið vtra. En ef vér trúum á það, ef vér
eiskum það í hugum vorum, og þráum það samtaka með
brennandi álniga, ])á mun oss hlotnast ])að.
Þetta sannar saga þjóðar vorrar. Frelsisþráin var rík
með kyni voru í öndverðu. Fremur en að lúta einvald-
anum, yfirgáfu ættfeður vorir höfuðból sín og erfðafestu
í Noregi og fóru út liingað til ókunnugs lands. Upp af
þessu lnigarfari spratt ein hin gagnmerkilegasta þjóð-
menning miðaldanna. Hvað varð svo til að glata frelsinu?
Einungis það, að menn hættu að þrá það og trúa á það.
Einungis það, að ofsi skapsmunanna, valdagræðgi og eig-
ingirnd liöfðingjanna óx yfir öll takmörk, svo að frelsið
glataðist. Menn þráðu eigi framar að vera frjáls þjóð, þar
sem hverjum einstaklingi var trygð lilutdeild í frelsinu.
Menn létu fylkja sér í flokka, bóa sér í hjarðir, af valda-
gráðugum og síngjörnum foringjum, er sín á milli bárust
á banaspjótum. Og þegar ekki voru önnur ráð fyrir hendi,