Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 14

Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 14
8 Ásmundur Guðmundssou: Janúar. Hann kemur til höfuðborgarinnar og flytur mannfjöld- anum, sem þar safnast saman, boðskap sinn. Öll þjóðin hlýtur að lilusta. Frá súlnagöngum Salómós í belgidómi Zíonar hljóma orð, sem allir fegurstu spádómar fyrri alda eru ekki nema eins og veikir forboðar að. Hann heldur enn hærra. Hann birtir djúp kærleika Guðs og fyrirgefn- ingar einnig þeim, er hata hann og ofsækja. Hann hopar ekki um fet fyrir hríðarsorta syndar og blindni mannanna. Örlagaveðrið dynur yfir. Dagar verða daprir. Það líður að því, að brúðguminn verði tekinn frá brúðkaupssveinun- um. Og þó. Hvílík fylling lífsins að færa dýrstu fórnina, æðstu sönnunina fyrir kærleika Guðs til mannanna, ger- ast fátækur vor vegna, auðsýna mestu elskuna og láta líf sitt fyrir vini sína og óvini —■ alla. Hann stígur upp á hæsta tindinn — Golgata. Hann er flettur þar klæðum og negldur á kross. Svo fátækur er hann orðinn, og vinir hans horfnir eða aðeins álengdar. En hvílíkt bænarmál lærst frá þessum stað, sem gnæfir upp yfir öll fjöll jarðarinnar. „Faðir, fyrirgef þeim, þvi að þeir vita ekki, bvað þeir gjöra“. „Sannlega segi eg þér: I dag skaltu vera með mér í Paradís“. „Faðir, í þínar hendur fel eg anda minn“. Hærra varð ekki komist í mann- legu lífi. Himininn sjálfur tók við. Það var þetta, sem lærisveinunum var boðað í sýn á Hermonfjalli. Jesús sagði það einnig berum orðum, að sama leiðin ætti að liggja fyrir þeim: „Vilji einliver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi mér; því að hver, sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, en hver, sem týnir lífi sínu mín vegna og fagrn aðarerindisins, mun bjarga því“. Þetta er leiðin upp á tindinn. Þessi hugsjón á að vera öllum myndin bjarta. I þessum skilningi er Jesús nefndur vegurinn. Það er ekki raunalegt, að lífinu skuli vera sVo háttað, því að þannig býr það yfir mestri auðlegð og fögn- uði, þótt það vilji dyljast mörgum, „Elska skaltu“, sagði Jesús. „Elska skallu Guð og náunga þinn.“ í þessu er

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.