Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 20

Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 20
14 Jóhannes Pálmason: JamV'i r. Þannig var fyrsti dagurinn. Hann var mér ánægjulegur og því minnisstæður. Kirkjusóknin var yfirleitt mjög sæmileg, þegar tekið er tillit til þess, að á þessum tíma eru annir mestar. Bændurnir eru fáliðaðir, en liafa á liinn bóginn mikið að starfa hæði á sjó og landi. Það má segja, að hér sé starfað, meðan sól er á lofti — sumarið alt cr einn starfsdagur. En það er einnig ánægjulegt að sjá iðnar hendur heina orku sinni að því að skapa verðmæti úr gæðum lands og sjávar i kyrð og friði, ótruflað af þeim skuggum ófriðarins, sem skröltandi hervagnar og gný- miklar vígvélar varpa á hverja götu i bæjum landsins. í hug minn koma margar myndir frá liðnu sumri og verða eins og sólargeislar, sem rjúfa skammdegismyrkrið. Það eru fjölmargar stundir, sem liægt er að minnast með á- nægju, en allra ánægjulegastar eru þó ef til vill þær fáu stundir, sem börnin komu saman i kirkjunni. Þau voru svo fús á að koma og syngja, hlusta, spyrja og svara. Og það er einmitt starfið meðal yngstu kynslóðarinnar, sem ég liygg, að ekki eigi að vera neitt áukaatriði fyrir prest- um landsins, lieldur aðalatriði. Meðal barnanna er ef til vill auðveldast að skapa grundvöll að lifandi kristni og máttugri kirkju.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.