Kirkjuritið - 01.01.1942, Blaðsíða 21
Kirkjuritið.
Ég fór til starfs.
15
Sumarið leið liraðar en mig hafði órað fyrir. Fyr en
varði var komið haust. Ég kvaddi Grimsey með þökk
fyrir kynninguna. Þangað hafði ég farið með hálfum huga,
en þaðan fór ég með vissu um, að ég hefði valið rétt, er
ég kaus að fara þangað og leggja grundvöll að framtíðar-
starfi mínu, lieldur en að fylla vasa mína af peningaflóði
þvi, sem nú gengur yfir landið, Þessa vissu fékk ég ekki
af því, að ég geti bent á svo og svo mikinn sýnilegan
árangur af starfinu þar, heldur af því, að ég finn, að þessi
st.utti lærdómstími eykur mér kjark til þess að fara og
hoða fagnaðarerindi Krists.
Þegar ég nú renni huganum yfir athurði liðins sumars,
þá finst mér ánægjulegt að vita til þess, að nemendum
guðfræðideildar Háskólans er heimilt á síðasta námsári
aÓ fara út um bygðir landsins og starfa sem kennimenn.
Við þetta fá þeir lítið sýnishorn af framtíðarstarfi sínu
— að vísu ekki nema einni hlið þess, en lítil reynsla á
einu sviði er betri en alls engin revnsla. Stúdentinn fær
við þetta að kynnast nokkuð áhuga almennings á mál-
efni kristindómsins. Þó hygg ég, að haga mætti þessu
þannig, að þeir lærðu enn meira af því. Þeir eru alment