Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 25
Kirkjuritið.
Móse.
19
myndunarafli sínu tii þess að gjöra sér grein fyrir þess-
um miklu tímamótum í æfi leiðtoga síns. Móse hefir
verið trúmaður mikill og trúað á Jalive eins og tengda-
faðir hans og eiginkona. Hann liefir farið i andlegum
hugleiðingum með lijörð sina yfir öræfin og fengið þar
vissuna um það, hvar Jalive ætti heima. Þar rís svip-
mikið og fagurt fjall, sem í Gamla testamentinu er ýmist
nefnt Sínaí eða Hóreb, en nú Araif. Mætti ætla annað-
hvort, að tengdafaðir hans hefði talið það vera „Helga-
íell“ þeirra Keníta og Midíansmanna, eða Móse liefði
sjálfur komist að raun um það, að þar myndi Jahve
eiga heima. Hefir liann þá að líkindum séð þar ein-
hverja þá sjón, sem hefir styrkt hann i þeirri trú, iivort
öeldur það hefir verið elding, vafurlogi eða eitthvað
annað, eða eldgos samkvæmt lýsingunni á fjallinu síðar
í 2. Mósebók. Jafnframt sannfærðist Móse um það, að
Jahve, guð hersveitanna, sem hirtist í náttúruöflum ó-
bygðanna, væri sá guð, er hefði leitt forfeður ísraels
°g þeir tignað og tilbeðið án þess þó að þekkja nafn
hans. Og hinn sami guð hlaut að láta sig skipta eymd
°g áþján niðjanna á Egiptalandi og vera fús til að lið-
sinna þeim, ef þeir beindu ákalli sínu til hans. En hvernig
mátti það verða? Þá urðu Israelsmenn að koma til fjalls-
ins helga fram fyrir auglit hans og liylla liann sem kon-
nng sinn og guð sinn. Var þess nokkur kostur? Myndu
iáar þúsundir ánauðugra kvaðarmanna geta losnað svo
ur járngreipum Egipta? Fyrir manna sjónum var engin
von til þess. En samúð Móse með hræðrum hans hefir
verið of sterk til þess, að liann gæti varpað frá sér hugs-
uninni um frelsi og sjálfstæði þeim til handa. Hann hefir
heyrt í anda stíga upp frá þeim neyðaróp og storminn
bera það austur yfir eyðimörkina. Og í hjartanu hefir
bann heyrt aðra rödd, sem hefir orðið skýrari dag frá
degi: Þú, flóttamaðurinn, átt að snúa aftur til Egipta-
lands og leiða Israel til samfunda við Jahve og sátt-
málsgjörðar. Það var önnur fjarstæðan jafn fráleit hinni.
2*