Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 26
20
Ásmundur Guðmundsson:
Janúar.
En þegar þar kom fyrir Móse, að liann skildi, að þetta
var rödd Jahve og að Jahve tæki ennþá miklu sárar en
sjálfan hann til lýðs síns á Egiptalandi, þá var ekki
lengur nema um eitl að velja fyrir hann: Að ldýða
og trúa.
II.
Á Egiptalandi var hoðskap Móse vel tekið af Hebreum.
Þeir höfðu að visu verið fjölgyðistrúar fram til þessa,
eins og Forn-Semítar voru yfirleitt, og orðið fvrir áhrif-
um af trú Egijjta. En þeim hefir verið ljúft að lieyra
sagt frá hinum mikla guði Jahve, sem vildi vera guð
þeirra og konungur og vernda þá, og þeir hafa vonað,
að hann væri máttugri en guðir Egiptalands. Þeim hefir
því ekki verið fjarri skapi að hlýðnast orðum þeim, sem
Móse mælti í nafni Jalive: „Sérhver yðar varpi burt þeim
viðurstygðum, er þér hafið fyrir augum, og saurgið yður
ei á skurðgoðum Egiptalands, ég er Jahve guð yðar“.
En trúarrökin hafa þó trauðla staðið dýpst hjá þeim,
heldur frelsislöngunin, þráin til þess að fara með lijarðir
sínar um heiðalöndin víðu, eins og forfeður þeirra
höfðu gjört kynslóð eftir lcynslóð frá ómunatíð. Að þeirri
þrá hefir Móse hlúð sem hezt — glætt neistann og blásið
hann út í bjartan loga. Hitt var þrautin þyngri að fá
orlof hjá Faraó fyrir hinn ánauðuga lýð til þess að fara
úl á eyðimörkina og halda þar hátíð guði sínum. En þar
kom, að leyfið fjekst.
ísraelsmenn lögðu af stað, með tjöld sín og farartæki
og fórnardýr, karlar, konur og börn. Þeir hafa verið
miklu færri en lengst af liefir verið talið og elcki nema
nokkurar kynkvíslar eins og Efraím, Manasse, Benja-
mín, Levi og Júda. Aðrar kynkvíslir ísraels voru þá
þegar húsettar í Kanaanlandi, eftir því sem sannast hefir
af fornleifarannsóknum ekki alls fyrir löngu. Sjaldan
eða aldrei hefir verið lagt af meiri dirfsku í leiðangur.
Hver sem vill getur auðvitað kallað það fífldirfsku af
leiðtoganum og fyrirhyggjuleysi, en réttara er að nefna