Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 29

Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 29
Kirkjuritið. Mósc. 23 III. Ekki mörgum dögum síðar blasti við eyðimerkurför- unum fagur áfangastaður: Grasi vafin slétta, um þing- mannaleið á lengd frá austri til vesturs, og rennur á um hana, iðgrænn unaðsreitur í óbygðunum girtur hæðum og hálsum á alla vegu. í skjóli suðurfjallanna er gróð- urinn mestur, og vaxa þar stórir runnar og fíkjutré. Blómskraut brosir við auganu, og jörðin angar. Hun- angsflugur suða, og lævirkjar og lynghæns flögra til og frá. Vatnið er hreint og svalandi, miklu betra en það, sem áður hafði fengist. Hér er gott að vera. Hér hefir Jahve látið spretta fram svalalindir lianda lýð sínum og gefur honum nóga fæðu. í suðri uppi yfir strýtu- niyndaðar hæðir og hóla gnæfir fjallið hans lielga, Hóreb. Hingað var förinni heitið fyrst um sinn að ætlun Móse. Hér skyldi slá tjöldum og halda hátíð og helga og stað- festa sáttmálann milli Jahve og lýðs hans. Og dvölin varð löng á þessum stað, svo að mörgum árum skipti. Var liann nefndur Kades, þ. e. belgidómur. í Kades gjörðust margir merkir atburðir, og er Móse við þá alla riðinn. En ekki skal farið út í að rekja þá, heldur aðeins di-epið á hið allra helzta. Fornkvæði eitt lýsir því, með hverjum hætti Jahve var til konungs tekinn og dýrkun hans komið hátíðlega á hjá þjóðinni. „Jahve kom frá Sínaí og rann upp fyrir þeim i Seir. Hann lét Ijós sitt skína frá Paranfjöllum og kom til Meribath-Kades. Söfnuður Jakobs varð óðal hans, og hann varð konungur í Jesjúrún, þá er höfðingjar lýðsins komu saman“. (5. Mós. 33. kap.). Þannig bafa Móse og Israelsmenn hugsað sér, að Jahve kæmi til þeirra, og þeir hafa hylt hinn ósýnilega konung sinn og gjört sáttmála við hann. Altari var reist og fórn-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.