Kirkjuritið - 01.01.1942, Síða 34

Kirkjuritið - 01.01.1942, Síða 34
28 A. G.: Móse. Janúar. fellur aftur, og enn tekur örninn af honum fallið. Með þessum hætti herst leikurinn um loftið lengra og lengra, unz unginn lærir vængjatakið og skilur, að heimur hans er ekki lítill bergstallur, helclur bláhvolfin, svo vítt sem vængir blika. Þannig fór Jahve með ísrael: „Eins og örn, sem vekur upp hreiður sitl og svífur yfir ungum sínum, svo útbreiddi hann vængi sína, tók hann upp og har hann á flugfjöðrum sínum“. Jahve sá hann við kjötkatla Egiiitalands, þar sem all andlegt lif lians var felt í fjötra og fékk hvergi notið sín. Hann hratt honum þaðan með því afli, að leiðin var ó- fær til baka. Hann gaf ísrael frelsi, kynþættinum, sem hjó þá yfir mestum trúarhæfileikum allra þjóða. Hann efldi þroska hans í hættum af hungri og sverði. Hann hóf hann við mestu þrekráunir til skilnings á trúarleg- um og siðferðilegum verðmætum, svo að framundan honum og yfir honum var heimur og himinn háleitrar eingyðistrúar. 1 þessu starfi var Móse útvalinn þjónn Guðs, og þannig varð hann ekki aðeins brautryðjandi i trúarsögu ísraels, heldur einnig í trúarbragðasögu alls heimsins. Sagan skilur við Móse þar, sem hann liorfir brestandi augúm af Nebófjalli yfir fyrirheitna landið. Svo var gotl að deyja. Það myndi alt rætast, sem hann hafði lifað fyrir — þjóðin hans uppskera hlessun af striði hans. Mér þykir líklegt, að skáldið Gerok hafi túlkað hugs- anir hans þá rétt með þessum orðum: Lít nú á takmarkið: Liðin er þrautin, lit nú á ferilinn: Mikil er brautin; auðug að mótlæti, auðugri að synd, auðugust þó af Guðs miskunnarlind. Ásmiindur Guðmundsson.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.