Kirkjuritið - 01.01.1942, Síða 35

Kirkjuritið - 01.01.1942, Síða 35
Kirkjuritið. Frá vöggunni til kirkjunnar. Allir menn liafa á öllum tímum tileinkað sér einhver trúarhrögð, einhvern guSdóm, er menn liafa tignaS og lotið, af ást eða ótta, eftir andlegum þroska sínum. hað er því ástæðulaust, þegar menn eru að lýsa því yfir, að lJeir séu trúlausir, þurfi ekki á trú aS halda. l?leygi menn frá sér, eða vilji ekki aðhyllast hina sáluhjálp- leSu kristnu trú, brýtur trúarþörfin sér óðara annan farveg. Kemur þetta mjög skýrt fram einmitt nú á tínnnn. -Maðurinn getur ekki staðið einn, án stuðnings og leiðsögu einhvers, er liann trúir og vonar. Trúin er eins óhjákvæmileg næring andlegu lífi manns sem laeðan til viShalds líkamanum. Hún hlundar i barnssálinni, i vöggunni, og vaknar þar, með vili og skynjun. CiuðseðliS birtist i fyrsta brosi barnsins, nieS eilífðarbirtuna 1 augunum. En svo sem við er að búast, eru trúarhugmyndir uernskunnar ekki margbrotnar. Þær eru samofnar því bezta í sambúðinni við föður og móður og því fegursta, er augað sá, °S eyrað lieyrði í guðsríki náttúrunnar. heimur er ekki stór, en hann er unaðslegur. Það er paradís á jörðu. Sólskinsgeisli, brosandi blóm á vormorgni, móðurkoss, og fyrsta hænin, sem kend var, sem byrjar á orðinu „faðir“. Það er vöggugjöfin og veganestið, sem lítið barn leggur af stað nieð frá móðurhnjám út á hið hála hjarn mannlífsins. Af börnunum verður að nema, því að drottinn hefir sett þau sem mælikvarða á andlegan þroska og guðlegan ríkisborgararétl hinna eldri. úeiðin til guðsríkis liggur frá vöggunni til kirkjunnar. Og leiðar- sljarnan er barnstrúin og barnslundin. Og á þeirri þroskabraut er mannsbarninu ætlað að ná „vaxtartakmarki Iíristsfyllingar- innar“. En það opnast margar hliðargötur á þroskabraut hins unga og oreynda. Það verður villugjarnt. Þess vegna kemur guðsorð til halpar og vísar veginn: „Leitið fyrst guðsríkis“. Og þess vegna eiur herra kirkjunnar „vökumönnum“ sínum alveg sérstaklega að leiða hina ungu í skaut kirkjunnar, þangað, sem öryggið er,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.