Kirkjuritið - 01.01.1942, Side 36
Arndís Þorsteinsdóttir:
Janúar.
30
Það vekur lirygð til þess að vita, að þegar bernskuvorið indæla
er liðið og smnarið fer í hönd, og Guði vígð æskan á að ganga
til starfa fullorðinsáranna, skuli hugur og lijarta vera horfið burt
frá kirkju og kristindómi, og vera heltekið af ýmsu því, er ekki
heyrir guðsríki til.
Oft langar þann, sem öðlast hefir heiibrigða trúarreynslu að
ávarpa þá, sem ganga fram hjá kirkjunni með lítilsvirðingu og
þótta, og segja: Komið í kirkju og gangið ekki fram hjá. Komið
og sjáið, livar Jesús á heima, og hvernig hann tekur á móti kirkju-
gestum.
Lúk. 9. kap. segir svo blátt áfram og yndislega frá því, hvernig
Jesús eitt sinn tók á móti 5000 kirkjugestum: Hann talaði vlð þá
um guðsríki, læknaði þá, sem sjúkir voru, og gaf svo öllum að
horða um kvöldið.
Aldrei liefir verið tekið betur á móti gestum.
Sjálfur gaf hann fordæmi, með því að vera kirkjurækinn frá
unga aldri.
Kirkjan er rík, þótt hún liafi oft verið rúin og svift eignum
sínum á skammarlegan hált. Hún á þá auðlegð, er eigi verður
frá lienni tekin, guðsorð og heilög sakramenti, og fegursta guða-
mál í ríki tónanna, kirkjusönginn.
Dýrlegar eru líka þær gjafir, er kirkjan gefur þeim, er iðulega
sækja Guðs hús; þar sem „orðið og andinn“ fær að prédika.
Andlegt sjónarsvið fegrast og stækkar, og mannssálin tyftist frá
andlegu umkomuleysi. Hinn vegmóði öðlast frið og aukna trú.
Og hrifinn og undrandi gleymir unglingurinn aldrei fyrstu kirkju-
ferðunum.
Svo heillandi og ógleymanlegar eru endurminningarnar frá
samfélaginu í Guðs húsi.
Eina þeirra tifi ég upp í anda á þessari stundu, og langar til
að segja frá lienni:
Það á að messa í sóknarkirkjunni. Ivirkjufólkið er að koma
þeysandi í hópum upp með ánni. Það verður margt við messu i
dag. Alla langar til að fara til kirkju, og liúsbændurnir vilja, að
sem flestir fari.
Veðrið er unaðslegt. Öll náttúran er klædd í hátíðarskrúða mið-
sumarsins. Á fjöllum skiptast á friðsælir skuggar og fagrir sól-
skinsblettir. Hvarvetna ríkir kyrð og friður, þessi friður Guðs
yfir jörðunni, sem er öllum skilningi ofar. Tibráin stígur titrandi
gleðidans úti við sjóndeildarhringinn. Við og við heyrist heið-
lóan syngja: Dýrðin, dýrðin, úti í móunum. Það er eins og alt
umhverfið sé orðið liátíðasalur, þar sem allir, menn og málleys-
ingjar, eru hoðnir til hinnar miklu máltíðar dagsins.