Kirkjuritið - 01.01.1942, Síða 40
34
K. V.: Minningarorð.
Janúar.
Þeir héldu hann samt enjfan höfuðprest,
og honum af ýmsum var vanþakkað flest.
En fagnandi hýsti hann gangandi og ffest
og guðs-ást þeim sýndi í verki
und kærleiks og köllunar merki.
Með forsjálni hélt hann inn forna stað
og friðaði um rétt ’hans og hlynti ’honum að.
Hann vissi þá skyldu að vernda það,
sem viðkvæmt er þjóðsál og tungu,
og rétta það öldinni ungu.
Ei vissi eg mildari húsbónda en hann,
inn hollráða vin og inn trausta mann,
er dagsverk hvert sér til sæmdar vann,
— ei samtíðar dutlungum skeytti,
en þreks síns og þolgæðis neytti.
Hve trútt var og fast um kall hans og kjól.
Hve kyrt og örugt að finna þar skjól,
því ástvinum var hann sem yljandi sól,
er úthellir mildu Ijósi,
svo lífsins lindir ei frjósi.
Þeir geislar nú verma hans vina 'tár. —
Þá vökvast og græðast þau harma-sár,
er hjörtunum sló hinn hvassi ljár
við haust á ’hans ævi-teigi
til uppskeru á eilífðar vegi.
Konráð Vilhjálmsson.
SÉRA SVEINN GUÐMUNDSSON
frá Árnesi varð bráðkvaddur hér í bænum 2. niars. Hans verður
síðar minst nánar hér í ritinu.
FRÚ HELGA KETILSDÓTTIR,
prestsekkja frá Stað í Grindavík, andaðist hér í bænum 2. febr.
FRt MAGDALENA JÓNSDÓTTIR,
kona séra Þorvalds Jakobssonar, andaðist hér í bænum 14. febr.