Kirkjuritið - 01.01.1942, Qupperneq 46

Kirkjuritið - 01.01.1942, Qupperneq 46
40 Magnús Jónsson: Janúar. önnur skyldustörf, sem þið vinnið, án þess að vera að hugsa um hverja mótbáru. Ég ætla mér ekki að fara að gefa ykkur neitt loforð um það, að þið verðið betri eða sáluhólpin, þó að þið farið sífelt til kirkju, eða neita ykkur um sáluhjálp, ef þið getið fundið liana utan kirkju. Það verða ekki heldur allir hálærðir á því að ganga í skóla, en skólinn er þó algengasta og greiðasta leiðin til lær- dóms, og flestir eða allir verða eitthvað betur að sér við skólagöngu. Hvað munduð þið segja við mann, sem léti í ljós löngun til að mentast, en vildi þó ekki nota skóla- göngu, sem honum byðist og hann gæti vel notfært sér, ef hann vildi? Væri það tekið gilt, þó að liann hæri það fvrir, að kennarinn væri ekki eins fullkominn og hann óskaði og bækurnar, sem til hoða stæðu, væru ekki nógu vel skrifaðar og eiginlega undir hans virðingu? Einhver kynni nú að segja: „Þessi tillaga er að vísu ineinlaus. En hún er líka gagnslaus. Annaðhvort er að gera, að helga sig allan málefni kirkjunnar, gefa allar eigur sínar fátækum, taka á sig kross sinn og fylgja Kristi — eða gera ekki neitt“. — Ekki vil ég spilla því, að slík ákvörðun sé tekin. En oftast nær hygg ég, að slíkar hugs- anir séu ekkert annað en vélabrögð hins vonda. Þetta er ágætt ráð til þess að spilla hverju góðu áformi, að spenna kröfurnar svo hátt, að ekkert sé gert. Það er hægt að taka jafnvel kröfur Krists og snúa út úr þeim þannig, að þær verði frekar til að hindra en efla hið góða. Enginn hættir við að ganga bæjarleið, þó að hann geti ekki stigið heim í hlað á hinum bænum í fyrsta spori. Hann kemst það aldrei, nema hann sé nógu auðmjúkur til þess að setja annan fótinn fram fyrir hinn, þó að spórið sé stutt. Ef þið, sem á mig hlýðið, færið nú eftir tillögu minni, þá yrði messað hér á íslandi á hverjum sunnudegi í um 100 kirkjum, og setjum svo, að upp og ofan væru 150 manns i hverri. Það eru 15000 manns á hverjum helgidegi eða um 800000 á ári. Og ekki er hætta á öðru en að hús- plássið ykist, ef þörf væri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.