Kirkjuritið - 01.01.1942, Síða 59

Kirkjuritið - 01.01.1942, Síða 59
Kirkjuritið. Fréttir. 53 synlega öruggisráðstöfun stjórnarinnar nái tilætluðum árangri. 6. Þá var samþykt eftirfarandi ályktun: Fundurinn lýsir sérstakri ánægju sinni yfir stofnun hins nýja söngmálastjóraembættis og veitingu þess. Undir fundarlok las séra Eiríkur J. Eiriksson á Núpi ágætt erindi um kirkjusöng eftir séra Sigtrygg Guðlaugsson á Núpi, °g var það með þökkurn þegið af fundargestum. í sambandi við erindi þetta var samþykt eftirfarandi tillaga: Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða mælist til þess, að kandidöt- um í guðfræði sé gert að skyldu að læra að leika á harmonium. Fundurinn var á allan hátt hinn ánægjulegasti, og kom skýrt i ljós skilningur á nauðsyn þess að velcja til lífs nýja krafta 'nnan safnaðanna til eflingar kirkjulegu starfi. Ríkti á fundinum mikill samhugur og hlýleiki meðal bræðr- anna, og munu allir hafa snúið heim með Ijúfar minningar og efldan vilja til einlægari átaka og þróttmeiri starfa fyrir mál- efni kirkju og kristni. Þ. J. Héraðsfundur Dalaprófastsdæmis var haldinn á Staðarfelli sunnudaginn 14. sept. síðastl. að af- lokinni messugerð, og prédikaði séra Ólafur Ólafsson á Kvenna- hrekku. Auk presta prófastsdæmisins sóttu 6 safnaðarfulltrúar :,f 10 fundinn, og má það teljast góð fundarsókn, eins og á stóð. Þessi sunnudagur var albezti þurkdagurinn, eftir að tíðin snerist til votviðra, en margir áttu þá mikil hey óþurkuð. Á meðal ann- arn mála var þar rætt um frumvarp biskupanna í prestakalla- skipunarmálinu, og lauk þeim umræðum með svofeldri tillögu, er samþykt var í einu hljóði: ^Héraðsfundur Dalaprófastsdæmis, haldinn að Staðarfelli 14. sePt. 19411 mótmælir harðlega þeirri tillögu biskupanna i frum- 'arpj þeirra i prestakallaskipunarmálinu, að Staðarhólspresta- kall leggist undir önnur prestaköll. Fundurinn telur fækkun P^esta í Dalaprófastsdæmi óviðunandi með öllu og yfirleitt i sveitum landsins stórliættulega kristnilífi og siðmenningu þjóð- arinnar.“ Ásgeir Ásgeirsson. Flateyjarkirkja. Á Flatey á Skjálfanda liefir verið kirkja i margar aldir; hennar ev getið í Sturlungu og ýmsum máldögum. En árið 1897 skeður sá merkilegi atburður, að kirkjan er flutt upp á Flateyjardal, S1®an er eyjan kirkju- og kirkjugarðslaus. Nú hefir verið vakin

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.