Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 4

Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 4
242 Ásmundur Guðmundsson: Okt.-Des. moldu eða blá ölduleiði. Til himins skal horfa. í skapar- ans hendi er dauðinn ekki til. Jafnframt þvi sem fæðingarhátíð frelsarans flytur oss þennan boðskap um líf hinna dánu, er hún oss máttug- asta áskorun um það að hverfa frá helstefnu haturs og sundrungar til gróandi þjóðlífs einingar og hræðalags. Þetta erii fyrstu jól hins endurborna lýðveldis á voru landi. Það er vel. Og þó skyldi fsland konungsríki um ókomin ár og aldir, ríki konungsins Krists. Þá mun það rætast, er Tómas Sæmundsson ræddi um svo fagurlega: Stiflurnar hrotna, og lífsstraumur þjóðarinnar hrýzl fram. Ærið lengi liefir hér verið vettvangur slríðs, runu- ins af sömu rótum sem heimsstyrjöldin mikla, og kirkja vor ekki megnug þess að koma á sáttum og friði. Nýtt, þróttmikið líf verður að streyma inn í hana °g skilningur á því, að hún er í eðli sínu ekki aðeins stofn- un fámennrar stéttar, heldur allsherjar samfélag krist- inna manna, þar sem sama skyldan livílir á öllum, sú að breiða út eftir mætti kærleiksríki Krists. Það liefir verið meinsemdin stóra hæði i þjóðlífi voru og' kirkjulífi, live litl vér höfum sinnt fagnaðarerindi Krists í fullri alvöru, enda þótt orð hans hljómi enn með sama krafti sem í öndverðu í byggðum Galíleu, ung og ný eins og augna- blikið, sem er að líða: Guðsríki er nálægt. Trúið fagn- aðarboðskapnum. Takið sinnaskiptum. Yér höfum ým- ist dregið úr orðum Krists, eða skýrt þau þannig, að þau samrýmdust betur líferni voru og lundarfari, ellegar véi' höfum þyrlað upp í þeirra stað trúarsetningum, sem liafa orðið lil þess eins að skyggja á hann. Og þó er kær- leiksboðskapur Krists i raun og veru svo undursamlega ljós og einfaldur, felst allur í orðunum Faðir vor, eins og liann kenndi þau með lífi sínu, dauða og upprisu. Hann ljómar sem bjartasti g'eisli, er vér fáum augum litið, frá uppsprettu alls ljóss og lífs, geisli, er getur snort- ið Iivert lijarta ungra og' gamalla eins og lítið harn, vafið reifum og lag't í jötu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.