Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 7

Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 7
Kirkjuritið. Ó, fagra stund. (Lag: Lýs, milda Ijós). Þú ljósið himneskt, ljúfi Jesús minn, ó, lýstu mér. Ég þrái veg að finna, Frelsarinn, og fylgja þér. En veit mér hjálp, að vaxi trú hjá mér, að verði ég um síðir grein af þér. Mín lífsins stund, hún líður áfram hér, og lokast skeið. Ég bið þig, Herra, hjálpa veikri mér þá hinztu leið. Ég er sem strá í stormsins þunga nið. Ég stend ei, nema þú mér veitir lið. Er líf mitt þrýtur, lýstu, Drottinn, mér að ljóssins borg. Þar glepur ekkert. Guð, ég treysti þér. Öll gleymd er sorg. Ó, fagra stund, að finna aftur þá, er frá mér hurfu jarðlífs dögum á. Hildur Einarsdóttir. Bæn. Alfaðir, læknaðu lýðanna svíðandi sárin. Herra, ó, þerraðu þjóðanna blóðugu tárin. Vertu’ okkur allt, — veraldar gengi’ er svo valt, — blessaðu óförnu árin. Þórunn Richardsdóttir Sívertsen.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.