Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 8
Okt.-Des.
Æfintýrið um Nonna.
Hátíðisdagana á Þingvöllum 1930 varð mörgum star-
sýnt á öldung einn, mikinn vexti og hinn vörpulegasta,
Ijósan yfirlitum og mildan á svip, meðal gesta íslenzka
ríkisins.
Þessi gamli maður, hvitur á hár og skegg, húinn skó-
síðri, svartri slákápu, með dökkan, barðastóran hatt á
höfði, var öðruvísi en allir aðrir.
Hann gat tæplega verið úr hópi hinna erlendu þing-
skörunga og stjórnmálamanna. Og Islending ætluðu
hann vísl fáir að óreyndu, þrátt fvrir hinn norræna vöxt
og vænleik.
Fas og klæðahurður minnti mjög á kirkjuhöfðingja,
eða klaustramann, frá sunnanverðri álfunni.
En á öllu sást, að þessi hái, fallegi öldungur naut mik-
illar virðingar, svo sem hinir konunglegu gestir sjálfir
og annað stórmenni. Hitt þótti sumum ganga furðu
næst, að slikur maður skyldi livað eftir annað gefa sér
tóm til að taka tali hálfstálpaða drengi, sem urðu á
leið lians hér og þar um Vellina. Og fylgdi stundum
glaumur mikill og glaðværð. Máttu þá nærstaddir glöggt
heyra, að þessi óþekkti öldungur mælti á íslenzka tungu.
Iiægt og skýrt, en að vísu með ofurlítið annarlegum hlæ.
Skömmu eftir Alþingishátíðina bar það svo við kvöld
eitt, að flugvélin „Súlan“ renndi sér niður á Akureyr-
arpoll og lagðist upp að bryggju. Farþegarnir voru að
þessu sinni aðeins tveir.
Við þekkjum Iiér aftur dularfulla hátíðargestinn frá
Þingvöllum, og í fylgd með honum er unglingspiltur, her-
höfðaður, svarlhærður og sólbrenndur.
Þeir félagar settust að i einu gistihúsinu, og eftir lit-